Sport

Espanyol - Zaragoza í beinni á Sýn Extra

Flestir hallast að sigri Zaragoza í kvöld, en liðið sló bæði Real Madrid og Barcelona út úr keppninni. Zaragoza vann bikarinn síðast árið 2004.
Flestir hallast að sigri Zaragoza í kvöld, en liðið sló bæði Real Madrid og Barcelona út úr keppninni. Zaragoza vann bikarinn síðast árið 2004. NordicPhotos/GettyImages

Úrslitaleikurinn í spænska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 18:30 í kvöld, en það verður viðureign Real Zaragoza og Espanyol. Leikurinn verður svo sýndur á Sýn um leið og bikarleik Middlesbrough og Charlton lýkur. Þjálfarar liðanna eru litlir vinir og hafa sent hvor öðrum sterk skot í fjölmiðlum undanfarna daga.

Victor Munoz, þjálfari Zaragoza hefur kallað andstæðinga sína mestu vælukjóana í deildinni, en Miguel Angel Lotina hjá Espanyol hefur kvartað sáran yfir þeim stutta tíma sem liðið fær til að undirbúa sig fyrir leikinn.

"Það er vandamálið með Lotina. Hann er alltaf vælandi og spilar sig sem fórnarlamb. Það er ekkert leyndarmál að hann er dauðhræddur við framlínumenn okkar, en við óttumst nú reyndar sóknarmenn þeirra líka," sagði Munoz, en hans menn hafa slegið út Madrídarliðin Atletico og Real, auk meistara Barcelona á leið sinni í úrslitaleikinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×