Innlent

Skýlaus krafa að hækka lægstu launin

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Launahækkun til handa þeim lægstlaunuðu verður að vera forgangsmál við endurskoðun kjarasamninga í haust segir formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Þingfararkaup alþingismanna hefur hækkað um sexfalt hærri krónutölu frá árinu 1998 en sem nemur hækkun lægstu launa á sama tímabili. Þetta sýnir að lægst launaða fólkið hefur setið eftir undanfarin ár, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann gefur lítið fyrir ummæli sumra þingmanna og ráðherra um að sérstaklega hafi verið tekið á launum hinna lægst launuðu.

Samkvæmt samantekt Sigurðar T. Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Hlífar, hefur þingfararkaupið hækkað úr 220 þúsund krónum í rúmar 470 þúsund krónur frá árinu 1998, eða um 114 prósent. Á sama tíma hafa lægstu laun hækkað úr 63 þúsund krónum í 108 þúsund krónur eða um sjötíu prósent. Hækkun þingfararkaupsins er samkvæmt þessu sexfalt hærri en hækkun lægstu launa.

"Þetta sýnir að þeir sem lægst hafa launin, þeir einfaldlega hafa setið illilega eftir. Það er bláköld staðreynd," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir það skýlausa kröfu við endurskoðun kjarasamninga í haust að laun þeirra lægst launuðu verði leiðrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×