Innlent

Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra á elliheimilum

MYND/Róbert

Samningafundur í kjaradeilu ófaglærðra starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum hefst klukkan tvö hjá ríkissáttasemjara. Það eru fulltrúar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem sitja fundinn en þeir reyna að ná sáttum fyrir föstudag til að koma í veg fyrir að vikulangt setuverkfall skelli á og í framhaldinu fjöldauppsagnir. Álfheiður Bjarnadóttir, talsmaður ófaglærðra starfsmanna á heimilunum, segir viðræður á viðkvæmu stigi. Forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu hafi lagt fram ákveðna tillögu á föstudag sem rædd verði áfram í dag. Ekki fæst gefið upp hvað felst í þeirri tillögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×