Brotalöm á rannsókninni 8. maí 2006 22:14 Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu. Aðalmeðferð í máli Jónasar Garðarsson, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, lauk nú undir kvöldið. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari í málinu, sagði fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið á bátnum þegar hann steytti á Skarfaskeri. Jónas bæri ábyrgð á ferðinni frá upphafi til enda. Hann sé bæði skipstjóri og eigandi bátsins og hafi áratuga reynslu af því að sigla. Saksóknari sagði framburð Jónasar afar ótrúverðugan og áverka og ummerki sýna annað. Framburð sonar Jónasar, þar sem hann staðsetti alla sem um borð voru eftir slysið, sagði saksóknari sýna að Matthildur gat ekki verið við stýrið. Jónas hafi gerst brotlegur þegar hann reyndi ekki að gera ráðstafanir til að koma þeim beint í land heldur að gera tilraun til þess að sigla inn í Snarfarahöfn. Hann hafi líka neitað að tala við Neyðarlínuna til að byrja með. Sigríður sagði Jónas hafa beitt meðvituðu gáleysi þar sem hann var ölvaður og gerði ekki það sem þurfti til að bjarga fólkinu. Krafist er 3 ára fangelsisvistar yfir Jónasi. Bótakröfur fjölskyldna þeirra tveggja sem létust í slysinu nema hátt í tuttugu milljónir króna. Eftir að saksóknari og lögfræðingar fjölskyldna þeirra látnu höfðu lokið máli sínu tók Kristján Stefánsson, verjandi Jónasar, við. Hann sagði skynsamlegan vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að sakfella Jónas. Gagnrýnivert væri að ekki hefðu farið fram sjópróf líkt eins og krafist væri í siglingalögum. Gallar á rannsókninni væri líka margir og mjög óeðlilegt væri að meinafræðingur og sá sem stýrði vettvangsrannsókn lögreglu hefðu unnið saman með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeirra rannsóknir ættu að vera að fullu aðskildar en starfsaðferðir þeirra hefðu ekki samræmst lögum. Jónas hefði líka átt að hafa talsmann við rannsóknina sem hann hafði ekki. Verjandinn sagði áverka Jónasar sýna að hann hafi ekki getað verið við stýrið þegar slysið varð. Ekki væri rétt að Jónas hafi stefnt bátnum inn í Snarfarahöfn heldur hafi hann ætlað inn í vík rétt hjá skerinu sem bátnum steytti á. Að þessu öllu samanlögðu væri ljóst að ákæruvaldið hefði ekki staðið sig og sýkna ætti Jónas. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu. Aðalmeðferð í máli Jónasar Garðarsson, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, lauk nú undir kvöldið. Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari í málinu, sagði fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið á bátnum þegar hann steytti á Skarfaskeri. Jónas bæri ábyrgð á ferðinni frá upphafi til enda. Hann sé bæði skipstjóri og eigandi bátsins og hafi áratuga reynslu af því að sigla. Saksóknari sagði framburð Jónasar afar ótrúverðugan og áverka og ummerki sýna annað. Framburð sonar Jónasar, þar sem hann staðsetti alla sem um borð voru eftir slysið, sagði saksóknari sýna að Matthildur gat ekki verið við stýrið. Jónas hafi gerst brotlegur þegar hann reyndi ekki að gera ráðstafanir til að koma þeim beint í land heldur að gera tilraun til þess að sigla inn í Snarfarahöfn. Hann hafi líka neitað að tala við Neyðarlínuna til að byrja með. Sigríður sagði Jónas hafa beitt meðvituðu gáleysi þar sem hann var ölvaður og gerði ekki það sem þurfti til að bjarga fólkinu. Krafist er 3 ára fangelsisvistar yfir Jónasi. Bótakröfur fjölskyldna þeirra tveggja sem létust í slysinu nema hátt í tuttugu milljónir króna. Eftir að saksóknari og lögfræðingar fjölskyldna þeirra látnu höfðu lokið máli sínu tók Kristján Stefánsson, verjandi Jónasar, við. Hann sagði skynsamlegan vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að sakfella Jónas. Gagnrýnivert væri að ekki hefðu farið fram sjópróf líkt eins og krafist væri í siglingalögum. Gallar á rannsókninni væri líka margir og mjög óeðlilegt væri að meinafræðingur og sá sem stýrði vettvangsrannsókn lögreglu hefðu unnið saman með þeim hætti sem þeir gerðu. Þeirra rannsóknir ættu að vera að fullu aðskildar en starfsaðferðir þeirra hefðu ekki samræmst lögum. Jónas hefði líka átt að hafa talsmann við rannsóknina sem hann hafði ekki. Verjandinn sagði áverka Jónasar sýna að hann hafi ekki getað verið við stýrið þegar slysið varð. Ekki væri rétt að Jónas hafi stefnt bátnum inn í Snarfarahöfn heldur hafi hann ætlað inn í vík rétt hjá skerinu sem bátnum steytti á. Að þessu öllu samanlögðu væri ljóst að ákæruvaldið hefði ekki staðið sig og sýkna ætti Jónas. Niðurstöðu í málinu er að vænta innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira