Írönum ekki vel tekið 11. júní 2006 19:45 Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Viðbúnaður lögreglunnar í Nurnberg var í hámarki fyrir leik Írana og Mexíkóa í dag. Írönum hafa ekki beinlínis beðið hlýjar móttökur í Þýskalandi, enda hópur Þjóðverja sár út í forseta Írans fyrir að gera ítrekað lítið úr helförinni. Stór hópur þýskra gyðinga og stjórnmálamanna af vinstri vængnum boðaði til fjöldamótmæla fyrir leikinn í dag. Varaforseti Írans var viðstaddur leikinn í dag og jafnvel hefur verið rætt um að forsetinn sjálfur, Mahmoud Ahmedinajad mæti á næstu leiki. Þá fyrst þurfa lögregluyfirvöld í Nurnberg líklega að fara að biðja bænirnar sínar. En stuðningsmenn Írans og Mexíkó létu mótmælin ekki aftra sér og skemmtu sér konunglega í aðdraganda leiksins, enda sól og blíða á götum Nurnberg í dag. Það er þó vonandi að þeir fái sér aðeins minna í tána en stuðningsmenn enska liðsins, sem voru margir með ólæti eftir sigurinn á Paragvæ í gær. Glerflöskum og öðru lauslegu rigndi yfir götur Frankfurt og lögregla þurfti hreinlega að loka nokkrum hverfum um tíma í vegna þess í gærkvöldi. Meira en tuttugu manns voru handteknir í borginni, Englendingar, Pólverjar og Þjóðverjar, flestir vegna ofurölvunar. Það verður þó líklega að teljast nokkuð vel sloppið með hliðsjón af því að fjörutíu þúsund Englendingar eru komnir til borgarinnar til að styðja sína menn, auk þúsunda til viðbótar frá Póllandi og Svíþjóð. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær. Viðbúnaður lögreglunnar í Nurnberg var í hámarki fyrir leik Írana og Mexíkóa í dag. Írönum hafa ekki beinlínis beðið hlýjar móttökur í Þýskalandi, enda hópur Þjóðverja sár út í forseta Írans fyrir að gera ítrekað lítið úr helförinni. Stór hópur þýskra gyðinga og stjórnmálamanna af vinstri vængnum boðaði til fjöldamótmæla fyrir leikinn í dag. Varaforseti Írans var viðstaddur leikinn í dag og jafnvel hefur verið rætt um að forsetinn sjálfur, Mahmoud Ahmedinajad mæti á næstu leiki. Þá fyrst þurfa lögregluyfirvöld í Nurnberg líklega að fara að biðja bænirnar sínar. En stuðningsmenn Írans og Mexíkó létu mótmælin ekki aftra sér og skemmtu sér konunglega í aðdraganda leiksins, enda sól og blíða á götum Nurnberg í dag. Það er þó vonandi að þeir fái sér aðeins minna í tána en stuðningsmenn enska liðsins, sem voru margir með ólæti eftir sigurinn á Paragvæ í gær. Glerflöskum og öðru lauslegu rigndi yfir götur Frankfurt og lögregla þurfti hreinlega að loka nokkrum hverfum um tíma í vegna þess í gærkvöldi. Meira en tuttugu manns voru handteknir í borginni, Englendingar, Pólverjar og Þjóðverjar, flestir vegna ofurölvunar. Það verður þó líklega að teljast nokkuð vel sloppið með hliðsjón af því að fjörutíu þúsund Englendingar eru komnir til borgarinnar til að styðja sína menn, auk þúsunda til viðbótar frá Póllandi og Svíþjóð.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira