Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað 26. júní 2006 12:30 Göng árásarmannanna sprengd í morgun. MYND/AP Ísraelsk stjórnvöld hóta grimmilegum hefndaraðgerðum verði ungur ísraelskur hermaður, sem herskáir Palestínumenn rændu í gær, ekki látinn laus þegar í stað. Spenna hefur magnast við landamærin að Gaza-svæðinu síðasta sólahringinn vegna málsins. Árásarmennirnir, sjö eða átta talsins, skriðu í gegnum þrjú hundruð metra löng göng sem voru grafin undir landamæragirðinguna við Kerem Shalom. Þar réðust þeir til atlögu við hermenn á vakt vopnaðir skammbyssum og sprengjum. Tveir hermenn og þrír herskáir Palestínumenn féllu í átökunum. Árásarmennirnir rændu einum hermanni, hinum 19 ára gamla Gilad Shalit. Vopnaður armur Hamas-samtakanna og önnur herská samtök hafa lýst árásinni á hendur sér. Hún er sögð gerð í hefndarskyni fyrir árásir Ísraelshers sem hafa kostað marga Palestínumenn lífið í þessum mánuði. Nokkrum klukkustundum eftir árásina var tugum ísraelskra skriðdreka komið fyrir á Gaza og og hefur liðssafnaður á svæðinu haldið áfram í morgun. Auk þess voru göngin sem árásarmennirnir notuðu eyðilögð. Öryggisgæsla í Jerúsalem hefur einnig verið hert til muna. Ekki er vitað með vissu hvort hermaðurinn ungi er lífs eða liðinn en Ísraelsher telur hann þó enn á lífi. Ráðamenn segja heimastjórn Hamas- liða bera ábyrgð á því að honum verið skilað heilu og höldnu. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur hótað grimmilegum hefndaraðgerðum ef svo verði ekki en stjórnvöld í Jerúsalem grípa ekki til harkalegra aðgerða fyrr en allt hefur verið reynt til að tryggja lausn Shalits. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, hittust á neyðarfundi um málið síðdegis í gær. Abbas hvatti til lausnar Shalits í gær og sagði mannránið ganga gegn hagsmunum Palestínumanna. Abbas og Haniyeh halda áfram viðræðum í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hóta grimmilegum hefndaraðgerðum verði ungur ísraelskur hermaður, sem herskáir Palestínumenn rændu í gær, ekki látinn laus þegar í stað. Spenna hefur magnast við landamærin að Gaza-svæðinu síðasta sólahringinn vegna málsins. Árásarmennirnir, sjö eða átta talsins, skriðu í gegnum þrjú hundruð metra löng göng sem voru grafin undir landamæragirðinguna við Kerem Shalom. Þar réðust þeir til atlögu við hermenn á vakt vopnaðir skammbyssum og sprengjum. Tveir hermenn og þrír herskáir Palestínumenn féllu í átökunum. Árásarmennirnir rændu einum hermanni, hinum 19 ára gamla Gilad Shalit. Vopnaður armur Hamas-samtakanna og önnur herská samtök hafa lýst árásinni á hendur sér. Hún er sögð gerð í hefndarskyni fyrir árásir Ísraelshers sem hafa kostað marga Palestínumenn lífið í þessum mánuði. Nokkrum klukkustundum eftir árásina var tugum ísraelskra skriðdreka komið fyrir á Gaza og og hefur liðssafnaður á svæðinu haldið áfram í morgun. Auk þess voru göngin sem árásarmennirnir notuðu eyðilögð. Öryggisgæsla í Jerúsalem hefur einnig verið hert til muna. Ekki er vitað með vissu hvort hermaðurinn ungi er lífs eða liðinn en Ísraelsher telur hann þó enn á lífi. Ráðamenn segja heimastjórn Hamas- liða bera ábyrgð á því að honum verið skilað heilu og höldnu. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur hótað grimmilegum hefndaraðgerðum ef svo verði ekki en stjórnvöld í Jerúsalem grípa ekki til harkalegra aðgerða fyrr en allt hefur verið reynt til að tryggja lausn Shalits. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, hittust á neyðarfundi um málið síðdegis í gær. Abbas hvatti til lausnar Shalits í gær og sagði mannránið ganga gegn hagsmunum Palestínumanna. Abbas og Haniyeh halda áfram viðræðum í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira