Ísraelsher ræðst inn á Gaza-svæðið 28. júní 2006 09:00 MYND/AP Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira