Ísraelsher réðist inn á Gaza 28. júní 2006 12:15 Herskáir meðlimir Fatah taka sér stöðu fyrir innrás Ísraela í Khan Younis í gær MYND/AP Ísraelsher réðist inn í suðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöldi til að reyna að frelsa ísraelskan hermann sem hefur verið í gíslingu herskárra Palestínumanna frá því á sunnudag. Abbas, forseti Palestínu, segir innrásina stríðsglæp. Árás Ísraelshers er gerð innan við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjórn Palestínumanna, og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas meðal annars umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Ísraelsmenn gefa lítið fyrir samkomulagið. Það var svo seint í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar honum verði skilað heilu og höldnu. Samkvæmt vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz er það ætlun hermanna að umkringja mannræningjana og koma í veg fyrir að hermanninum verði smyglað til Egyptalands og þaðan til Súdan. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um dvalarstað hans ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Að sögn Ísraelshers mættu hermenn engri andspyrnu og íbúar á svæðinu munu hafa leitað skjóls í Rafah. Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í morgun að innrás Ísarelshers á Gaza-ströndina í morgun væri glæpur gegn mannkyninu. Talsmaður Hamas segir hana stríðsglæp. Verið sé að refsa öllum Palestínumönnum fyrir glæpi nokkurra þeirra. Einn þingmaður Hamas lét hafa eftir sér að Olmert, forsætisráðherra Ísraels, væri að stefna lífi hermannsins unga í hættu með aðgerðunum. Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Ísraelsher réðist inn í suðurhluta Gaza-svæðisins í gærkvöldi til að reyna að frelsa ísraelskan hermann sem hefur verið í gíslingu herskárra Palestínumanna frá því á sunnudag. Abbas, forseti Palestínu, segir innrásina stríðsglæp. Árás Ísraelshers er gerð innan við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjórn Palestínumanna, og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas meðal annars umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Ísraelsmenn gefa lítið fyrir samkomulagið. Það var svo seint í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar honum verði skilað heilu og höldnu. Samkvæmt vefsíðu ísraelska blaðsins Haaretz er það ætlun hermanna að umkringja mannræningjana og koma í veg fyrir að hermanninum verði smyglað til Egyptalands og þaðan til Súdan. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um dvalarstað hans ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Að sögn Ísraelshers mættu hermenn engri andspyrnu og íbúar á svæðinu munu hafa leitað skjóls í Rafah. Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í morgun að innrás Ísarelshers á Gaza-ströndina í morgun væri glæpur gegn mannkyninu. Talsmaður Hamas segir hana stríðsglæp. Verið sé að refsa öllum Palestínumönnum fyrir glæpi nokkurra þeirra. Einn þingmaður Hamas lét hafa eftir sér að Olmert, forsætisráðherra Ísraels, væri að stefna lífi hermannsins unga í hættu með aðgerðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira