Ísraelar grunaðir um græsku 26. júlí 2006 19:00 Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður. Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Forsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna saka Ísraela um að hafa af yfirlögðu ráði varpað sprengjum á búðir friðargæsluliða í Líbanon með þeim afleiðingum að fjórir þeirra létust. Átökin í Líbanon eru ekki í rénun og Ísraelar hertu enn sókn sína á Gaza í dag.Friðargæsluliðarnir fjórir sem féllu í árásinni voru frá Kína, Kanada, Austurríki og Finnlandi. Svo virðist sem Ísraelsher hafi látið sprengjum rigna á bækistöð þeirra við bæinn Khima sem er rétt fyrir innan líbönsku landamærin og ein þeirra verið svo öflug að hún nánast flatti stöðina út. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var að vonum æfur þegar hann frétti af árásinni og krafðist þess að tafarlaus rannsókn færi fram. Í dag skýrði Dermot Ahern, utanríkisráðherra Írlands, frá því að Ísraelum hefði margsinnis verið bent á hættuna sem þeir settu friðargæsluliðana í með árásum sínum en þær viðvaranir hefðu verið hafðar að engu. Enda þótt ísraelsk stjórnvöld hafi beðist afsökunar gat hann ekki varist að draga sínar ályktanir, annað hvort væri um ótrúlegt slys að ræða eða beina árás.Það sem friðargæsluliðarnir máttu ganga í gegnum í gær er í raun það sama og þúsundir líbanskra borgara hafa þurft að búa við dag eftir dag undanfarinn hálfan mánuð. Ekkert lát er á árásum Ísraela á Líbanon og í gærkvöld hét Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, að þeim yrði svarað áfram af fullum krafti. Á fimmta hundrað manns hafa látist af völdum átakanna og allt að 750.000 flúið heimili sín. Og Ísraelsher fer ekki einungis mikinn í Líbanon þessa dagana. 16 Palestínumenn létu lífið eftir stórhertar hernaðaraðgerðir á Gazaströndinni í dag, þar á meðal þriggja ára stúlka og fatlaður maður.
Erlent Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira