Blair og Bush funda um stríðið í Líbanon 28. júlí 2006 12:09 MYND/AP Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust. Erlent Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust.
Erlent Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira