Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu 31. júlí 2006 18:17 Ísraelskir hermenn leita skjóls í bardaga við Hisbollah skæruliða við landamærin að Líbanon MYND/AP Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira