Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé 1. ágúst 2006 18:45 Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri. Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri.
Erlent Fréttir Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira