Borgarastríð í Írak líklegt 3. ágúst 2006 19:06 Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján. Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Borgarastríð er mun líklegri niðurstaða í Írak en að lýðræði skjóti þar rótum að mati fráfarandi sendiherra Breta þar í landi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem hann hefur sent Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og var lekið í breska fjölmiðla. William Patey hefur verið sendiherra Breta í Írak frá því í fyrrasumar. Hann spáði einnig fyrir um það að landið myndi skiptast milli þjóðarbrota og má því segja að hann teljist hafa nokkuð góða hugmynd um ástandið í Írak og hvert stefni. Hann fór frá Bagdad í síðustu viku. Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um minnisblaðið sem Patey sendi Blair forsætisráðherra og öðrum ráðherrum í ríkisstjórninni þegar hann lét af störfum. Þar segir hann mun líklegra að borgarastyrjöld brjótist út í landinu en að lýðræði skjóti þar rótum á næstunni. Hann bætir því þó við að enn sé von en ástandið muni lítið batna næstu fimm til tíu árin. Minnisblaðinu var lekið í fjölmiðla og hefur utanríkisráðuneytið breska ekki viljað tjá sig um innihald þess. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði þó að liðsmenn íraskra öryggissveita bættu sig með hverjum degi sem liði. Í minnisblaðinu segir Patey að ef forða eigi borgarastyrjöld og óstjórn þurfi að koma í veg fyrir að svokallaður Mahdi-her, sem lýtur stjórn sjíaklerksins Moqtada al-Sadr, verði að ríki í ríkinu líkt og Hizbollah í Líbanon. Það verði að setja á oddinn. Hann segir næsta hálfa árið geta ráðið úrslitum um framhaldið líkt og hernaðaryfirvöld í Írak hafa sagt áður. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að færa mörg þúsund hermenn til Bagdad á næstu vikum sem má segja að renni stoðum undir það mat enda mikilvægt talið að tryggja öryggi í höfuðborginni. Á tæpum sólahring hafa minnst tuttugu og tveir fallið í sprengjuárásum í Bagdad. Í júlí-mánuði einum féllu rúmlega eitt þúsund almennir borgarar í átökum að sögn írakskra yfirvalda. Jalal Talabani, Íraksforseti, tilkynnti í gær að íraskar her- og lögreglusveitir tækju við öryggisgæslu í öllum héruðum landsins fyrir lok árs. Írakar stjórna nú aðeins öryggisgæslu í einu héraði í landinu af átján.
Erlent Fréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira