Nýr forstjóri hjá Alfesca 10. ágúst 2006 11:10 Xavier Govare nýr forstjóri Alfesca. Mynd/Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Xavier Govare hefur verið ráðinn forstjóri Alfesca. Xavier þekkir starfsemi félagsins vel en hann hefur verið forstjóri Labeyrie, dótturfélags Alfesca, frá árinu 2002. Undir hans stjórn hefur Labeyrie náð góðum árangri í rekstri og innleiðingu nýrra félaga sem bæst höfðu við félagið á síðustu árum undir hans stjórn, meðal annars Blini í Frakklandi, Vensy á Spáni og Farne í Bretlandi. Var það sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar Alfesca að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. Jakob Óskar Sigurðsson hefur látið af störfum eftir tveggja ára farsælt starf hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur félagið vaxið og tekið miklum breytingum. Sú stefna sem mörkuð var fyrir um tveimur árum, að Alfesca yrði leiðandi framleiðandi kældra fullunninna matvæla á Evrópumarkaði, hefur gengið eftir en félagið er nú leiðandi á kjarnamörkuðum sínum í Frakklandi, Bretlandi og á Spáni. Hluti af innleiðingu þessarar stefnu voru kaupin á Labeyrie annars vegar og hins vegar sala á framleiðslu frystra afurða í Bandaríkjunum og Frakklandi, sölustarfsemi félagsins með lítt unnar sjávarafurðir og öðrum félögum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi félagsins. Stjórn Alfesca þakkar Jakobi Óskari Sigurðssyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. „Árangursríkt breytingaferli hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum árum," segir Jakob Sigurðsson. „Það var áhugavert að takast á við þetta verkefni og í dag er félagið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Nú hefur vissum áfanga verið náð og í kjölfar þess var ákveðið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess." Xavier Govare, sem er 48 ára gamall, er með gráðu í viðskiptum. Hann hóf störf hjá Labeyrie árið 1989 en áður hafði hann starfað sem stjórnandi hjá Unilever Best Food, sem er einn stærsti matvælaframleiðandi í heimi, og Novartis. Hann varð framkvæmdastjóri Labeyrie árið 1999 og hafði yfirumsjón með skráningu félagsins á franska hlutabréfamarkaðinn það ár. Xavier varð síðar forstjóri félagsins eftir afskráningu þess af hlutabréfamarkaði árið 2002. „Stefna Labeyrie group hefur í mörg ár verið að auka virði félagsins með því að leggja áherslu á framleiðslu eigin vörumerkja," segir Xavier Govare. „Þannig hefur okkur tekist að ná forystu á mörkuðum okkar og arðsemi aukist samkvæmt því. Eftir þessari stefnu hefur verið unnið hjá Alfesca." Xavier Govare er kvæntur og á fjögur börn, tvær dætur og tvo syni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur