Höfuðpaurarnir sagðir í haldi lögreglu 11. ágúst 2006 12:15 Vörur sem bannað hefur verið að taka með sér í flug frá Los Angeles. MYND/AP Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig. Fylgst var með ferðum mannanna og símar þeirra og annarra hleraðir. Það var svo í gær sem breska lögreglan lét til skarar skríða og handtók tuttugu og fjóra menn. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið nokkra menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku, þar á meðal tvo Breta. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum 19 þeirra sem eru nú í haldi og hafa þeir verið nafngreindir. Sá elsti er 35 ára en sá yngsti aðeins 17 ára. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellhettur sem dulbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum. Flug frá Íslandi til Bretlands og Bandaríkjanna er allt á áætlun í dag en miklar tafir urðu á flugi til og frá Lundúnum í gær. Vegna aukinnar öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli er farþegum bent á að mæta snemma í innritun og öryggisleit, auk þess er óskað eftir því að handfarangur sé takmarkaður eins og hægt er. Hafa ber í huga að farþegum gæti verið gert að innrita allan farangur sem þeir hafa meðferðis; handfarangur þar með talinn. Farþegum til Bandaríkjanna er bent á að vera ekki með vökva í handfarangi til að mynda gosdrykki, vatn, áfengi, ilmvötn og fleira. Til vökva telst líka sjampó, tannkrem og hárgel. Undanþegin banninu er mjólk fyrir smábörn, insúlín og nauðsynleg lyf. Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaura hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig. Fylgst var með ferðum mannanna og símar þeirra og annarra hleraðir. Það var svo í gær sem breska lögreglan lét til skarar skríða og handtók tuttugu og fjóra menn. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið nokkra menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku, þar á meðal tvo Breta. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum 19 þeirra sem eru nú í haldi og hafa þeir verið nafngreindir. Sá elsti er 35 ára en sá yngsti aðeins 17 ára. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellhettur sem dulbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum. Flug frá Íslandi til Bretlands og Bandaríkjanna er allt á áætlun í dag en miklar tafir urðu á flugi til og frá Lundúnum í gær. Vegna aukinnar öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli er farþegum bent á að mæta snemma í innritun og öryggisleit, auk þess er óskað eftir því að handfarangur sé takmarkaður eins og hægt er. Hafa ber í huga að farþegum gæti verið gert að innrita allan farangur sem þeir hafa meðferðis; handfarangur þar með talinn. Farþegum til Bandaríkjanna er bent á að vera ekki með vökva í handfarangi til að mynda gosdrykki, vatn, áfengi, ilmvötn og fleira. Til vökva telst líka sjampó, tannkrem og hárgel. Undanþegin banninu er mjólk fyrir smábörn, insúlín og nauðsynleg lyf.
Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira