Enn deilt um orðalag ályktunar 11. ágúst 2006 12:30 Faðir við lík eiginkonu sinnar og sonar í úthverfi Beirút. MYND/AP Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira