Flóttamenn halda heim 14. ágúst 2006 17:20 Kona gengur um rústir húss síns í Beirút, höfuðborg Líbanons. MYND/AP Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu. Erlent Fréttir Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira
Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu.
Erlent Fréttir Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Sjá meira