Leyniskyttur fella um 20 pílagríma 20. ágúst 2006 19:30 Írösk kona syrgir son sinn sem féll fyrir hendi leyniskyttu í Bagdad í dag. Eftirlifandi synir hennar sitja hjá henni. MYND/AP Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Öryggissveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þar sem þúsundir sjía-múslima lögðu leið sína að helgidómi trúarleiðtogans Moussa Kadhim í Kazimiyah, úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks í dag. Þangað leggja þeir leið sína á ári hverju. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og var leitað á öllum við innganginn. Hermenn fylgdust vandlega með hreyfingum á nálægum húsþökum. Bílaumferð var bönnuð í nágrenninu. Fyrr í dag voru minnst tuttugu pílagrímar felldir í árásum leyniskytta í þremur hverfum súnnía í Bagdad. Hátt í þrjú hundruð særðust. Lögregla segir að sérstök örugg leið hafi verið mörkuð fyrir pílagrímana að helgidómnum en þar sem svo margir lögðu leið sína þangað reyndu sumir að stytta sér leið og voru þá auðveld skotmörk þeirra öfgamanna sem höfðu komið sér fyrir á húsþökum utan öryggissvæðisins. Varnarmálaráðherra Íraks segir lögreglu hafa handtekið 30 menn sem grunaðir eru um að hafa skotið á mannfjöldann. 14 lögreglumenn særðust í átökum við þá. Óttast var, fyrir daginn í dag, að hætta væri á mannskæðum árásum en pílagrímarnir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðir ferð sinni áfram. Atburðir síðasta árs höfðu heldur engin áhrif en þá fórust nærri þúsund pílagrímar í troðningi sem varð þegar það kvisaðist út að sjálfsvígssprengjuárás væri yfirvofandi. Sjíar trúa því að Súnniar hafi eitrað fyrir Kadhim í fangelsi árið 799 fyrir krist. Kadhim er einn 12 helgra manna Sjía. Sjíum í Írak var bannað að safnast saman á trúarhátíðum sínum meðan Saddam Hússein var forseti og súnníar voru við völd. Síðan Saddam var komið frá völdum árið 2003 hafa stjórnmálamenn sjía og trúarleiðtogar þeirra hvatt fólk til að fagna trú sinni á götum úti. Erlent Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Að minnsta kosti 20 pílagrímar féllu fyrir hendi leyniskyttna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. 300 þeirra særðust. Sjíar voru þar á leið að helgidómi til að votta látnum trúarleiðtoga virðingu sína. Öfgamenn úr röðum súnnía eru sagðir standa að baki ódæðunum. Öryggissveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þar sem þúsundir sjía-múslima lögðu leið sína að helgidómi trúarleiðtogans Moussa Kadhim í Kazimiyah, úthverfi Bagdad, höfuðborgar Íraks í dag. Þangað leggja þeir leið sína á ári hverju. Mikil öryggisgæsla var á staðnum og var leitað á öllum við innganginn. Hermenn fylgdust vandlega með hreyfingum á nálægum húsþökum. Bílaumferð var bönnuð í nágrenninu. Fyrr í dag voru minnst tuttugu pílagrímar felldir í árásum leyniskytta í þremur hverfum súnnía í Bagdad. Hátt í þrjú hundruð særðust. Lögregla segir að sérstök örugg leið hafi verið mörkuð fyrir pílagrímana að helgidómnum en þar sem svo margir lögðu leið sína þangað reyndu sumir að stytta sér leið og voru þá auðveld skotmörk þeirra öfgamanna sem höfðu komið sér fyrir á húsþökum utan öryggissvæðisins. Varnarmálaráðherra Íraks segir lögreglu hafa handtekið 30 menn sem grunaðir eru um að hafa skotið á mannfjöldann. 14 lögreglumenn særðust í átökum við þá. Óttast var, fyrir daginn í dag, að hætta væri á mannskæðum árásum en pílagrímarnir létu það ekki á sig fá og héldu ótrauðir ferð sinni áfram. Atburðir síðasta árs höfðu heldur engin áhrif en þá fórust nærri þúsund pílagrímar í troðningi sem varð þegar það kvisaðist út að sjálfsvígssprengjuárás væri yfirvofandi. Sjíar trúa því að Súnniar hafi eitrað fyrir Kadhim í fangelsi árið 799 fyrir krist. Kadhim er einn 12 helgra manna Sjía. Sjíum í Írak var bannað að safnast saman á trúarhátíðum sínum meðan Saddam Hússein var forseti og súnníar voru við völd. Síðan Saddam var komið frá völdum árið 2003 hafa stjórnmálamenn sjía og trúarleiðtogar þeirra hvatt fólk til að fagna trú sinni á götum úti.
Erlent Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira