Innlent

Skilaði Neistanum 1,1 milljón

Markheppni leikmanna í síðustu umferðum Landsbankadeilda karla og kvenna skilaði Neistanum, Félagi hjartveikra barna, rúmlega milljón krónum. Landsbankinn hafði heitið á liðin sem leika í úrvalsdeild karla og kvenna í knattspyrnu að skora sem flest mörk en fyrir hvert mark sem skorað var í úrvalsdeild kvenna greiðir Lansdbankinn 30.000 krónur. Upphæðin fyrir markið í karladeildinni var 25.000 krónur.

Í 15. umferð Landsbankadeildar karla voru skoruð 8 mörk sem færðu Neistanum 200.000 krónur í styrk.

Í 13. umferð Landsbankadeildar kvenna sem leikin var íkvöld voru skoruð 30 mörk sem færði Neistanum 900.000 krónur.

Neistinn á því von á styrk frá Landsbankanum upp 1.100.00 krónur sem án efa kemur sér vel.

Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartasjúkdómum barna og hjartagalla, meðferð þeirra, réttindi fjölskyldunnar og mannlega þáttinn. Enn fremur að kynna starfsemi félagsins, Styrktarsjóð Neistans ásamt helstu sjúkrastofnanir sem sinna hjartveikum börnum hér heima og erlendis.

Hér á landi greinast um 70 börn með hjartagalla ár hvert og þarf tæplega helmingur þeirra að gangast undir aðgerð af einhverju tagi og er þriðjungur þeirra framkvæmdar erlendis. Fyrsta barnahjartaskurðaðgerðin var framkvæmd hér á landi árið 1990 og hafa síðan verið framkvæmdar tæplega 100 aðgerðir hérna heima.

Heimasíða Neistans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×