Tilbúnir að ræða Írana og Sýrlendinga 13. nóvember 2006 12:45 Bandaríksir hermenn í Írak. MYND/AP Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar. Erlent Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Stjórnvöld í Washington segja koma til greina að hefja á ný viðræður við Írana og Sýrlendinga um framtíð Íraks. Búist er við að ráðgjafahópur bandaríska þingsins leggi til að þau brjóti odd af oflæti sínu og leiti til þessarra tveggja ríkja sem hafi töluverð áhrif á gang mála í Írak. Það er James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem fer fyrir ráðgjafahópnum sem skilar niðurstöðum sínum í lok árs. Bush Bandaríkjaforseti fundar með Baker og öðrum úr hópnum síðar í dag. Talsmaður forsetans segir hann meta alla möguleika í stöðunni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa fund ráðgjafarhópsins á morgun í gegnum myndsíma en í kvöld mun hann ávarpa viðskiptaþing í Bretlandi. Þar er búist við að hann hvetji stjórnvöld í Damascus og Teheran til þátttöku í viðræðum um framtíð Íraks. Imad Moustapha, sendiherra Sýrlendinga í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Sýrlandi vilja ræða málin en fyrst verið Bandaríkjamenn að viðurkenna að stefna þeirra í Írak hafi beðið skipbrot. Íraksstríðið er talin helsta ástæðan fyrir fylgishruni Repúblíkana á Bandaríkjaþingi í kosningunum fyrir tæpri viku. Háttsettir demókratar vilja kall bandarískt herlið frá Írak í áföngum. Carl Levin, verðandi formaður varnarmálanefndar öldungadeildar segir nauðsynlegt að gera Írökum það ljóst að Bandaríkjamenn ætli ekki legur að binda sig þar um óákveðinn tíma. Hann vill að brottflutningur hefjist á næstu mánuðum og segir öldungadeildarmenn úr röðum repúblíkana tilbúna til að styðja þá ákvörðun. 75 lík fundust í írösku borgunum Bakúba og í Bagdad í gær. Bílsprengja sprakk nærri varnarmálaráðuneytinu í morgun, einn særðist og þrettán bílar eyðilögðust. Ráðuneytið er á græna öryggissvæðinu, sem er undir stjórn Bandaríkjamanna, og stendur á móti íranska sendiráðuneytinu. Fjórir breskir hermenn féllu og þrír særðust í árás á eftirlitsbát í Basra í Suður-Írak í gær. 125 breskir hermenn hafa fallið Írak frá upphafi átaka þar.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira