Grindavíkurstúlkur lögðu Stúdínur 64-62 í rafmögnuðum spennuleik í Kennaraháskólanum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fyrri hálfleikur var gríðarlega sveiflukenndur, en ÍS skoraði síðustu 5 stigin í fjórða leikhlutanum og tryggði sér framlengingu.
Það voru hinsvegar menn leiksins hjá Grindavík, Tamara Bowie og Hildur Sigurðardóttir sem gerðu út um leikinn í framlengingu og lönduðu sigrinum. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Stúdínur fara í framlengingu, en eftir sigur í fyrri leiknun, þurftu þær að sætta sig við tap í kvöld.
Tamara Bowie var stigahæst hjá Grindavík með 19 stig, 12 fráköst og 7 stolna bolta, en Hildur Sigurðardóttir var einnig gríðarlega atkvæðamikil með 15 stig, 22 fráköst og 8 stoðendingar. Stella Kristjánsdóttir skoraði 19 stig í liði ÍS og Helga Jónasdóttir skoraði 16 stig og hirti 15 fráköst.
Grindavík er fyrir vikið í 3. sæti deildarinnar með 6 stig í 5 leikjum, en Stúdínur eru í 4. sætinu með 4 stig.