Eiði Smára líkt við Romario 20. nóvember 2006 09:15 Eiður Smári Guðjohnsen sést hér skora annað mark sitt gegn Mallorca í gær. Yfirvegunin sem hann sýndi í markinu þykir minna á Romario, lifandi goðsögn hjá Barcelona. AFP Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær. Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, eða "Guddy" eins hann er kallaður á Spáni, segir að mörkin tvö sem hann skoraði gegn Mallorca í gær komi til með að veita honum mikið sjálfstraust. Eiði Smára er líkt við Romario í spænskum fjölmiðlum í dag. "Annað mark Guddy var einstaklega fallegt og minnti á yfirvegunina sem Romario hafði þegar hann var upp á sitt besta," sagði meðal annars í umfjöllun Mundo Deportivo, helsta dagblaðs Katalóníu. Blaðið hrósar Eiði Smára í hástert og fullyrðir að með sömu frammistöðu sé með öllu óvíst hvort að Samuel Eto´o komist aftur í liðið. Enn fremur segir að eftir mörkin tvö í gær eigi flestir að vera búnir að gleyma dauðafærinu sem hann klúðraði gegn Real Madrid fyrir nokkrum vikum. "Mörkin gefa mér sjálfstraust," sagði Eiður Smári við spænska fjölmiðla eftir leikinn en bætti við að það væru stigin þrjú sem væru honum efst í huga. "Það skiptir öllu máli að við erum í toppsætinu," sagði hann. Eiður Smári sagði einnig að liðsfélagar sínir hjá Barcelona gerðu í því að veita honum sjálfstraust. "Þegar maður spilar fyrir framan svona töframenn með boltann er ekki annað hægt en að fá færi og þá er um að gera að nýta þau." Ronaldinho sagði úrslitin í gær sýna að Barcelona gæti vel staðið sig án Lionel Messi og Eto´o, sem eru meiddir. "Það hafa verið vangaveltur um hver eigi að skora mörkin en núna skoruðu framherjar okkar þrjú af fjórum mörkum. Það segir ýmislegt. Mörk eru það besta sem getur komið framherja og ég á ekki von á öðru en að þeir haldi áfram að skora," sagði Ronaldinho. Andreas Iniesta, sem lagði upp síðara mark Eiðs með laglegri stungusendingu, sagði Íslendinginn hafa klárað færið einstaklega vel. "Það er hægt að hrósa mér fyrir sendinguna en hún hefði ekki verið neitt merkileg ef Eiður hefði ekki nýtt færið. Hann skoraði og þess vegna fæ ég stoðsendinguna skráða á mig," sagði Iniesta hógvær.
Erlendar Erlent Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Sjá meira