Loks vann Washington á útivelli 7. desember 2006 14:40 Gilbert Arenas skoraði 38 stig gegn New York í nótt, en New York hefur átt erfitt uppdráttar á heimavelli í vetur enda baula áhorfendur í Madison Square Garden oftar en ekki á liðið þegar illa gengur NordicPhotos/GettyImages Washington Wizards vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni í NBA í nótt þegar liðið sótt New York Knicks heim og vann 113-102. Gilbert Arenas skoraði 38 stig og Antawn Jamison bætti við 33 stigum fyrir Washington, en Eddy Curry skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í leikjum næturinnar. Cleveland vann nauman sigur á frísku liði Toronto 95-91 í beinni útsendingu á NBA TV, en þar var það góður sprettur LeBron James í lokin sem tryggði heimamönnum sigurinn. James skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland en Chris Bosh skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto. Indiana skellti Orlando á heimavelli sínum 94-80 en þetta var aðeins 6. tap Orlando á leiktíðinni. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Orlando en þeir Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 26 hvor fyrir Indiana. San Antonio lagði Charlotte á útivelli 96-76. Tim Duncan skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Sean May skoraði 18 stig fyrir Charlotte, sem lagði San Antonio mjög óvænt á útivelli fyrir skömmu. Nýliðinn Rudy Gay tryggði Memphis góðan útisigur á Boston 98-96 í viðureign tveggja liða sem eiga í vandræðum með meiðsli lykilmanna. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis en Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir heimamenn. Milwaukee skellti Portland á heimavelli sínum 102-94 eftir framlengdan leik þar sem heimamenn voru undir nánast allan leikinn. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee en Jarrett Jack skoraði 30 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst. Minnesota vann óvæntan sigur á Houston 90-84 þar sem Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota, en Rafer Alston og Luther Head skoruðu 16 hvor fyrir Houston. Yao Ming og Tracy McGrady hjá Houston nýttu samtals 10 af 40 skotum sínum í leiknum. Chicago vann sjötta leik sinn í röð með því að valta yfir Philadelphia 121-94. Ben Gordon skoraði 17 af 31 stigi sínu af varamannabekknum á sex mínútum í fyrsta leikhluta - sem Chicago vann 39-16. Allen Iverson skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en þurfti að fara af velli meiddur í baki. Atlanta vann mjög óvæntan sigur á Denver á útivelli 98-96. Joe Johnson skoraði 27 stig fyrir Atlanta en Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 11 stig, hirti 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Loks vann New Orleans góðan útisigur á LA Lakers 105-89. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers þrátt fyrir ökklameiðsli, en Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, Rashual Butler skoraði 22 stig og Jannero Pargo bætti við 21 stigi af bekknum. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Washington Wizards vann sinn fyrsta sigur á útivelli á leiktíðinni í NBA í nótt þegar liðið sótt New York Knicks heim og vann 113-102. Gilbert Arenas skoraði 38 stig og Antawn Jamison bætti við 33 stigum fyrir Washington, en Eddy Curry skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir New York. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í leikjum næturinnar. Cleveland vann nauman sigur á frísku liði Toronto 95-91 í beinni útsendingu á NBA TV, en þar var það góður sprettur LeBron James í lokin sem tryggði heimamönnum sigurinn. James skoraði 26 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Cleveland en Chris Bosh skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto. Indiana skellti Orlando á heimavelli sínum 94-80 en þetta var aðeins 6. tap Orlando á leiktíðinni. Dwight Howard skoraði 20 stig og hirti 8 fráköst fyrir Orlando en þeir Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 26 hvor fyrir Indiana. San Antonio lagði Charlotte á útivelli 96-76. Tim Duncan skoraði 26 stig fyrir San Antonio en Sean May skoraði 18 stig fyrir Charlotte, sem lagði San Antonio mjög óvænt á útivelli fyrir skömmu. Nýliðinn Rudy Gay tryggði Memphis góðan útisigur á Boston 98-96 í viðureign tveggja liða sem eiga í vandræðum með meiðsli lykilmanna. Chucky Atkins skoraði 19 stig fyrir Memphis en Paul Pierce skoraði 25 stig fyrir heimamenn. Milwaukee skellti Portland á heimavelli sínum 102-94 eftir framlengdan leik þar sem heimamenn voru undir nánast allan leikinn. Michael Redd skoraði 33 stig fyrir Milwaukee en Jarrett Jack skoraði 30 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Portland og Zach Randolph skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst. Minnesota vann óvæntan sigur á Houston 90-84 þar sem Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota, en Rafer Alston og Luther Head skoruðu 16 hvor fyrir Houston. Yao Ming og Tracy McGrady hjá Houston nýttu samtals 10 af 40 skotum sínum í leiknum. Chicago vann sjötta leik sinn í röð með því að valta yfir Philadelphia 121-94. Ben Gordon skoraði 17 af 31 stigi sínu af varamannabekknum á sex mínútum í fyrsta leikhluta - sem Chicago vann 39-16. Allen Iverson skoraði 26 stig fyrir Philadelphia en þurfti að fara af velli meiddur í baki. Atlanta vann mjög óvæntan sigur á Denver á útivelli 98-96. Joe Johnson skoraði 27 stig fyrir Atlanta en Carmelo Anthony skoraði 24 stig fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 11 stig, hirti 15 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Loks vann New Orleans góðan útisigur á LA Lakers 105-89. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers þrátt fyrir ökklameiðsli, en Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, Rashual Butler skoraði 22 stig og Jannero Pargo bætti við 21 stigi af bekknum.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira