Þetta er besti leikur sem ég hef séð 8. desember 2006 05:27 Steve Nash keyrir hér framhjá Jason Kidd í leik Phoenix og New Jersey í nótt, en þeir áttu báðir stórleik í rimmu sem er þegar orðin sígild NordicPhotos/GettyImages Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Leikur New Jersey Nets og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt er þegar kominn í sögubækurnar, en gestirnir frá Phoenix höfðu sigur 161-157 eftir tvíframlengdan leik. Þetta er fjórða hæsta stigaskor í einum leik í sögu NBA deildarinnar og var hann í járnum allan tímann. Alls voru skoruð 318 stig í leiknum, 38 sinnum skiptust liðin á forystu og 21 sinni var jafnt á öllum tölum. "Ég held að þessi leikur sé strax orðinn algjör klassík. Þetta er besti leikur sem ég hef séð," sagði Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix eftir að úrslit lágu loks fyrir. Steve Nash skoraði 42 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Phoenix í nótt, þar af ótrúlegan þrist sem tryggði Phoenix fyrri framlenginguna. Nash nýtti þar að auki 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum líkt og félagi hans Raja Bell sem skoraði 24 stig. Shawn Marion skoraði 33 stig og hirti 9 fráköst, Amare Stoudemire skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst, Boris Diaw skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar og Leandro Barbosa skoraði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar. Jason Kidd jafnaði árangur Wilt Chamberlain og komst í þriðja sæti yfir þá leikmenn sem náð hafa flestum þrennum á ferlinum (78) þegar hann skoraði 38 stig, hirti 14 fráköst og gaf 14 stoðsendingar fyrir New Jersey. Hann fór þó illa að ráði sínu á lokasprettinum í annari framlengingu og missti boltann klaufalega. Vince Carter skoraði 31 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst. Alls voru tekin 224 skot í þessum galopna og skemmtilega leik, 57 villur voru dæmdar, 27 þriggja stiga skot rötuðu rétta leið og liðin töpuðu boltanum aðeins 29 sinnum samanlagt, sem er í raun ótrúlegt á miðað við gang leiksins. Það gefur ef til vill góða mynd af spennunni sem var í leiknum að liðin skiptust 17 sinnum á forystunni í fjórða leikhlutanum einum saman og 8 sinnum var jafnt. Detroit og Denver eiga metið yfir hæsta stigaskor í einum NBA leik í sögu deildarinnar, en það var sett í febrúar árið 1983. Þá hafði Detroit sigur 186-184 eftir þrjár framlengingar. Það má því í raun segja að stórleikur næturinnar hafi fallið í skuggann af skotsýningunni í New Jersey, en Detroit vann þá mjög góðan útisigur á Dallas 92-82. Tayshaun Prince skoraði 20 stig fyrir Detroit og Rasheed Wallace 19, þar af þrjá þrista í röð þegar Detroit stakk af í þriðja leikhlutanum. Dirk Nowitzki var atkvæðamestur hjá Dallas með 29 stig og 9 fráköst. Loks vann Miami góðan sigur á Sacramento á útivelli 93-91 eftir framlengdan leik. Dwyane Wade skoraði 32 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami en Mike Bibby skoraði 20 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira