Bilun varð í endurvarpssendi Stöðvar tvö fyrir Bolungarvík og nágrenni í gær og liggur útsending þar því niðri. Nýr sendir er hins vegar á leiðinni með flugi og ef flugvélin getur lent á Ísafirði verða útsendingar Stöðvar tvö komnar í lag í kvöld. Ef vélin getur ekki lent þurfa Bolvíkingar hins vegar að bíða til morgundagsins með að njóta jóladagskráar Stöðvar tvö.
Viðgerð í vændum í Bolungarvík

Fleiri fréttir
