Verðlagseftirlit almennings Jón Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2007 05:00 Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í tengslum við lækkun virðisaukaskatts, vörugjalda og tolla hinn 1. mars hefur viðskiptaráðuneytið efnt til viðræðna og samninga við ýmsa aðila sem tengjast eftirliti með verðlagsþróun í landinu. Mikil ástæða er til þess að allur almenningur fylgist líka vel með á næstunni – eins og reyndar endranær. Ekkert jafnast á við virkt verðlagseftirlit neytendanna sjálfra í búðunum. Að sama skapi geta almennir fjölmiðlar haft mjög mikið að segja. Alþýðusamband Íslands heldur uppi verðlagseftirliti og samanburðareftirliti með helstu matvöruverslunum í landinu. Nú hefur viðskiptaráðuneytið gert um það samning við verðlagseftirlit ASÍ að það geri sérstakt átak í þessum efnum á komandi vikum. Neytendasamtökin halda uppi margháttaðri þjónustu við almenning, bæði upplýsingamiðlun og kvartanaþjónustu. Viðskiptaráðuneytið hefur samning við Neytendasamtökin um þessa þjónustu, og nú hefur líka verið samið við þau um sérstakt átak á næstunni. Neytendastofa hefur fjölmörgum mikilvægum hlutverkum að gegna. Meðal annars hefur hún fylgst með verðlagi í veitingahúsum og gistiþjónustu. Nýlega gerði viðskiptaráðuneytið samning við neytendastofu um verkefni á þessu sviði á komandi vikum. Hagstofa Íslands fylgist með verðlagsþróuninni mánuð fyrir mánuð og eru upplýsingar frá henni almennt viðurkenndur grundvöllur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið um skeið unnið að athugun á samkeppnisaðstæðum í íslenskri smásölu- og dagverslun. Enn má nefna embætti talsmanns neytenda sem skiptir verulegu máli fyrir neytendavernd í landinu. En enn og aftur verður það ekki nægilega ítrekað að allur almenningur hefur mikilvægasta hlutverkinu að gegna á vettvangi verðlagseftirlits og annarra hagsmuna í þessum efnum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur fylgist rækilega með og láti í sér heyra ef útlit verður fyrir að verslunin ætli að hirða til sín hlut af þeim skattalækkunum sem nú eru á döfinni. Verslunin á náttúrlega ekki að taka neitt út úr þessum breytingum því að það eru stjórnvöld og ríkissjóður sem standa fyrir þeim og kosta þær almenningi til hagsbóta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar