Er Gamli sáttmáli enn í gildi? 8. mars 2007 05:00 Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1994 hringdi til mín sigri hrósandi vinur, harður andstæðingur EES og inngöngu í ESB, og tjáði mér að Norðmenn hefðu kosið fyrir okkur. Vísaði hann þar til þjóðaratkvæðagreiðslu Norðmanna um inngöngu í ESB. Mér hefur oft verið hugsað til þessara orða hans og þess skilnings að við gengjum aðeins inn í ESB ef Norðmenn gerðu það. Mér fannst þetta dálítið hjákátlegt hjá slíkum sjálfstæðissinna að segja í raun að Norðmenn réðu örlögum okkur í þessu sambandi en ekki við. En er það ekki rétt? Ég hef heyrt Halldór Ásgrímsson halda því fram og einnig að bæði Norðmenn og við Íslendingar munum ganga í Evrópusambandið áður en yfir lýkur. Það hefur stundum tíðkast að bera saman Gamla sáttmála (sem mér var kennt að fá sting í hjarta yfir í barnaskóla) og inngöngu í ESB. Reyndar hefur nýlega heyrst að hann hafi eiginlega ekki verið til, en það er aukaatriði, aðalatriðið er að hann hefur lengi verið túlkaður sem upphaf að áþján Íslendinga og sambærilegur við inngöngu í ESB. Um þetta hefur t.d. Ásgeir Jónsson ritað bráðskemmtilega grein í Tímarit Máls og menningar (okt. 2002), en það er dálítið kaldhæðnislegt í því sambandi að velta því þá fyrir sér að Norðmenn ákveði í raun hvort við Íslendingar göngum í ESB eða ekki. En fari svo að Norðmenn taki okkur með í farteski sínu inn í ESB verður að segja að sök þeirra sem barist hafa gegn þessari aðild undanfarin ár af alefli sé mikil. Þá fyrst komum við fram sem nýlenda, hjálenda sem ekki getur tekið sjálfstæða ákvörðun um hvort við förum þar inn eða ekki. Menn líta gjarnan á samtímann og framtíðina þegar verið að meta kosti þess og galla að ganga inn í ESB og er það vitanlega réttmætt upp að vissu marki, þótt auðvitað sé það langt frá því að vera einhlítt. Það er kannski gagnlegra að líta á liðinn tíma og bera saman við stöðuna eins og hún er núna. Þarf þá ekki að fara alla leið aftur til Gamla sáttmála heldur kannski aðeins til þess tíma er Norðmenn höfnuðu ESB, líka fyrir okkur. Hefðum við gengið inn í ESB árið 1995 t.d., má gera því skóna að við ættum núna fjölda reyndra og hátt settra embættismanna innan yfirstjórnar ESB og kannski hefði ekki þurft að skapa þann sendiherraher sem utanríkisráðuneytið hefur komið upp til að veita stjórnmálamönnum eftirlaunaða vinnu. Þessir sömu stjórnmálamenn hefðu kannski getað lokið störfum með því að gæta hagsmuna Íslands á vettvangi ESB. Við ættum kannski sjávarútvegsmálastjóra ESB fremur en Möltubúar. En mestu máli skiptir að það er víst að áhrif okkar innan ESB væru margföld á við það sem nú er. En hvað gerist ef við neyðumst til að ganga þarna inn á hæla Norðmanna með ónýta mynt og jafnvel efnahag í rúst eftir hrun á álmörkuðum? Verður samningsstaðan góð? Munum við fá sjávarútvegsmálastjórann eftir að hafa ögrað öðrum þjóðum með bjálfahætti í hvalveiðamálinu? Það er ólíklegt, mörg tækifærin sem buðust á þessu sviði eru glötuð og þeim mun fækka eftir því sem árunum líður og fleiri verða á fleti fyrir. Þá mun kannski koma sá dagur að við eltum Norðmenn inn í ESB með húfuna á milli handanna og fáum ekkert fyrir allt, fremur en „allt fyrir ekkert“. Höfundur er þýðandi.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar