Hörð barátta á netinu 2. maí 2007 00:01 Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru. Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fortune | Tæknigaukar í Bandaríkjunum eru sagðir hafa rekið upp stór augu þegar netfyrirtækið Yahoo keypti 80 prósenta hlut í litlu netfyrirtæki í New York, Right Media, sem sérhæfir sig í gerð netauglýsinga og markaðssetningu á netinu, fyrir litlar 680 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 43,8 milljarða íslenskra króna. Þetta þýðir ennfremur að markaðsverðmæti fyrirtækisins hefur margfaldast á fáum mánuðum og hleypur nú á tugum milljarða króna. Bandaríska viðskiptatímaritið Fortunes segir verðmiða sem þennan vissulega út í bláinn en bætir því við að þetta virðist vera stefnan sem netrisarnir séu að taka vestanhafs; þeir greiði hvaða verð sem er til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilinn nái forskoti á netmarkaðnum. Í tilfelli Yahoo er samkeppnisaðilinn netfyrirtækið Google, sem á dögunum velti gosdrykkjarisanum Coca Cola úr toppsætinu sem verðmætasta fyrirtæki í heimi. Hlutabréfin að klárast Economist | Þeir sem hug hafa á því að fjárfesta í hlutabréfum í Bandaríkjunum verða að gera það eins fljótt og auðið er, annars eiga þeir á hættu að engin bréf verði eftir á hlutabréfamarkaðnum. Þetta er ekki vegna mikils áhuga annarra fjárfesta vestanhafs heldur vegna viðamikilla kaupa fyrirtækja á eigin bréfum. Breska vikuritið Economist greinir frá því í nýjasta tölublaði sínu að uppkaup fyrirtækja á eigin bréfum nemi að meðaltali sex prósentum á ársgrundvelli og hafi aldrei verið meiri. Þessi miklu uppkaup eru gerð í skjóli methagnaðar fyrirtækjanna. Afleiðingarnar eru hins vegar þær að grynnkar á sjóðum félaganna. Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa ekki farið varhluta af þessum uppkaupum fyrirtækjanna því nokkrar þeirra, ekki síst Dow Jones, hafa slegið hvert metið á fætur öðru.
Héðan og þaðan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira