Jarðarbúar hafa ráð á að stöðva hlýnun 5. maí 2007 02:00 Öryggisvörður í Bangkok, þar sem vísindamenn hafa unnið að lokagerð þriðja hluta loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna, var með grímu fyrir vitum sér vegna mengunar í borginni. fréttablaðið/AP Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“ Vísindi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Jarðarbúar þurfa að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda til þess að hægja á hlýnun jarðarinnar. Í þriðja hluta skýrslu Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eru helstu leiðirnar að þessu marki sagðar vera þær að gera orkunotkun í byggingum og farartækjum hagkvæmari, nota endurnýjanlega orkugjafa í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti og gera verulegar umbætur á sviði skógræktar og landbúnaðs. Um tvö þúsund vísindamenn hafa setið á fundum í Bangkok í Taílandi undanfarna viku við að ganga frá lokatexta þriðja hluta nýjustu Loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í þessum þriðja hluta skýrslunnar er athyglinni beint að því hvaða leiðir eru færar til að draga úr hlýnun loftslags á jörðinni. Í fyrsta hlutanum, sem kom út í byrjun febrúar, var fjallað um hvaða þátt mannkynið á í hlýnun jarðarinnar, en í öðrum hlutanum, sem kom út í síðasta mánuði, var fjallað um áhrif hlýnunar á jarðríkið verði ekkert að gert. „Ef við höldum áfram því sem við erum að gera núna, þá erum við í miklum vanda staddir,“ sagði Ogunlade Davidson, annar tveggja formanna vísindahópsins sem vann að lokagerð skýrslunnar. Í skýrslunni er skýrt tekið fram að mannkynið hefur yfir að ráða bæði nægu fjármagni og allri þeirri tækni sem þarf til að snúa þróuninni við. Verði ekkert að gert má hins vegar búast við að hiti hækki hratt með skelfilegum afleiðingum, fjölmargar dýrategundir muni útrýmast, yfirborð sjávar hækka, efnahagslífið væri í uppnámi og sums staðar yrðu þurrkar en annars staðar flóð. Vísindamennirnir gera það að tillögu sinni að árið 2015 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda orðinn stöðugur og haldist í styrkleikahlutfallinu 445 ppm. Þannig megi koma í veg fyrir að hitinn hækki meira en tvær gráður að meðaltali. Ráðamenn margra Evrópuríkja fögnuðu skýrslunni í gær. Talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, sem fer með formennsku bæði í Evrópusambandinu og G-8 ríkjahópnum, sagði skýrsluna sýna að „metnaðarfull umhverfisvernd sé efnahagslega framkvæmanleg,“ og bætti því við að það væri uppörvandi. Fyrstu viðbrögð frá bandarískum stjórnvöldum voru hins vegar þau, að markmiðin sem sett eru í skýrslunni muni „auðvitað valda alþjóðlegri efnahagskreppu, sem við væntanlega viljum forðast.“
Vísindi Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira