Fagra Ísland – dagur þrjú Ögmundur Jónasson skrifar 7. júní 2007 00:01 Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var sérstaklega til þess tekið að á komandi fimm árum yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í landinu. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum á þann hátt að lyktir fengjust og niðurstaða. Um það báru misvísandi yfirlýsingar frá hendi oddvita ríkisstjórnarflokkanna vitni. Ef um pólitískt hjartans mál hefði verið að ræða má ætla að málið hefði verið til lykta leitt. En þegar á degi tvö í ríkisstjórnarsamstarfinu hafði semsé komið í ljós að Fagra Ísland hafði verið látið sitja á hakanum. Nú er runninn upp þriðji dagurinn þar sem Fagra Ísland kemur upp í hugann. Gengið hefur verið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík og ná skuldbindingar orkusala aldarfjórðung fram í tímann. Orkusalarnir eru Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að hafa áhrif í þá átt að fá þessum áformum breytt og er það óræk staðfesting á því að stóriðjustefnan er hér á fullri ferð og greinilega enginn pólitískur vilji fyrir öðru. Ákvarðanir sem orkufyrirtækin taka varða landsmenn alla. Þær skipta máli í efnahagslegu tilliti að ógleymdri náttúrunni því virkja þarf til að afla orkunnar. Jafnvel þótt beisluð orka væri fyrir hendi er ljóst að þörfin fyrir orku fer vaxandi – aðrir nýtingarmöguleikar en stóriðja skjóta upp kollinum í vaxandi mæli og er það ótrúleg skammsýni að binda orku landsmanna áratugi fram í tímann í þágu erlendra stóriðjufyrirtækja. Allt þetta lætur hinn glaði Samfylkingarmeirihluti á Alþingi sér í léttu rúmi liggja. Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verður Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands? Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.Höfundur er þingflokksformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var sérstaklega til þess tekið að á komandi fimm árum yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í landinu. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið rædd í stjórnarmyndunarviðræðunum á þann hátt að lyktir fengjust og niðurstaða. Um það báru misvísandi yfirlýsingar frá hendi oddvita ríkisstjórnarflokkanna vitni. Ef um pólitískt hjartans mál hefði verið að ræða má ætla að málið hefði verið til lykta leitt. En þegar á degi tvö í ríkisstjórnarsamstarfinu hafði semsé komið í ljós að Fagra Ísland hafði verið látið sitja á hakanum. Nú er runninn upp þriðji dagurinn þar sem Fagra Ísland kemur upp í hugann. Gengið hefur verið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík og ná skuldbindingar orkusala aldarfjórðung fram í tímann. Orkusalarnir eru Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að hafa áhrif í þá átt að fá þessum áformum breytt og er það óræk staðfesting á því að stóriðjustefnan er hér á fullri ferð og greinilega enginn pólitískur vilji fyrir öðru. Ákvarðanir sem orkufyrirtækin taka varða landsmenn alla. Þær skipta máli í efnahagslegu tilliti að ógleymdri náttúrunni því virkja þarf til að afla orkunnar. Jafnvel þótt beisluð orka væri fyrir hendi er ljóst að þörfin fyrir orku fer vaxandi – aðrir nýtingarmöguleikar en stóriðja skjóta upp kollinum í vaxandi mæli og er það ótrúleg skammsýni að binda orku landsmanna áratugi fram í tímann í þágu erlendra stóriðjufyrirtækja. Allt þetta lætur hinn glaði Samfylkingarmeirihluti á Alþingi sér í léttu rúmi liggja. Nú er spurningin hvað gerist á degi fjögur. Verður Fagra Íslandi áfram fórnað til að svala löngunum og þrám til að verma sætin í Stjórnarráði Íslands? Ég geri ráð fyrir að þeim sem kusu Samfylkinguna út á Fagra Ísland sé ekki skemmt og vel gæti svo farið að nú færu að stirðna brosin hinna brosmildu.Höfundur er þingflokksformaður VG.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun