Skólagjöld draga ekki úr brottfalli 21. júní 2007 04:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun