Sálrænt ástand þeirra sem meiða og deyða dýr 22. júní 2007 05:00 Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Eðlilega fyllist fólk óhug þegar það heyrir fréttir um að ungmenni geri sér að leik að meiða og deyða dýr. Maður veltir fyrir sér hvernig andleg líðan þeirra er sem þetta gera? Hefur gerandinn e.t.v. verið meiddur sjálfur, er hann jafnvel haldinn miklum sársauka, reiði og biturleika? Hver svo sem orsökin er, virðist ljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Hvað nákvæmlega, vitum við ekki fyrr en málefni hans og fjölskylduaðstæður hafa verið skoðaðar. Fregnir um andfélagslega hegðun eins og þessa kalla fram ýmsar spurningar í hugum almennings. Spurt er t.d. hvort þeir sem þetta gera séu einfaldlega vondir í eðli sínu, eða fæðst hreinlega með hvatir til að pynta og drepa? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Að hugsa dæmið með þessum hætti er að mínu mati varhugavert og vita gagnslaus nálgun. Önnur algeng spurning í þessu sambandi er hvort þetta sé ekki allt sjónvarpinu og tölvuleikjunum að kenna? Þeirri spurningu er heldur ekki hægt að svara með einsatkvæðisorði, jafnvel þótt það sé sennilegt að barn sem hefur ofbeldi sem fyrirmynd frá unga aldri og yfir langan tíma kunni að bera alvarlegan skaða af. Hvort hin skaðlegu áhrif leiði til löngunar að pynta og drepa dýr er að mínu mati einföldun á alvarlegu máli. Aðrir velta fyrir sér hvort í uppeldi þessara ungmenna hafi vantað siðferðislega kennslu sem leitt hafi til einhvers konar siðblindu? Barn sem fer á mis við að vera kennt grundvallaratriði siðfræðinnar getur svo sannarlega reynst erfitt að setja sig í spor annarra og finna til samkenndar. Áhrifagirni og hópþrýstingur er enn annað fyrirbæri sem kemur upp í hugann við tíðindi sem þessi. Getur ungmenni verið svo áhrifagjarnt að ef hvatt til að taka þátt í verknaði sem þessum láti það tilleiðast? Hópþrýstingur og múgsefjun er afl sem, ef óbeislað, getur leitt til þess að hópurinn framkvæmir hluti sem einstaklingurinn, væri hann einsamall, myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Mikilvægt er að börnum sé snemma kennt að varast áhrif og afleiðingar hópþrýsings. Loks er forvitilegt að velta fyrir sér hversu stór hópurinn er sem um ræðir? Er hér e.t.v. um fáa einstaklinga að ræða sem endurtaka verknaðinn eða er þetta stærri hópur? Að meiða og deyða dýr sér til gamans er klárlega æfing í ofbeldi sem ekki nokkur leið er að segja til um hvar endar. Verði þessum aðilum ekki hjálpað eru þeir að mínu mati í áhættuhópi þeirra sem kunna að stunda andfélagslega hegðun lungað af lífsferli sínum. Tökum sameiginlega ábyrgð og vörumst að dæma fyrirfram. Það sem skilar sér best til að sporna við og slökkva á hegðun sem þessari er að ná til þessara ungmenna og fjölskyldna þeirra, greina vandann með faglegum hætti og veita viðeigandi aðstoð. Eins þarf að hlúa að þeim sem koma að slíkum verknaði. Fyrst og fremst er þetta sorglegt, að sjálfsögðu fyrir þolendur en ekki síst fyrir gerendurnar sem síðar á ævinni líta til bernsku sinnar og rifja upp minningar um að hafa pyntað og murkað lífið úr dýrum.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar