Ósamrýmanleg markmið 22. júní 2007 03:00 Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun