Fagra Ísland - dagur fjögur Ögmundur Jónasson skrifar 26. júní 2007 08:30 Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var á það lögð áhersla að á komandi fimm árum yrði gert hlé á stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið til lykta leidd í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ekki þótti það sérlega trúverðugt fyrir fólk sem gaf sig út fyrir að bera umhverfisvernd fyrir brjósti að láta Fagra Ísland sitja á hakanum í stjórnarmyndunarviðræðum. En þar með var ekki öll sagan sögð því brátt rann upp þriðji dagurinn þar sem stefna Samfylkingarinnar gagnvart vorri fögru fósturjörð kom við sögu. Það var þegar gengið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík þar sem skuldbindingar orkusala náðu aldarfjórðung fram í tímann. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fá áformum um þessa stóriðjusamninga breytt og er það óhugnanleg vísbending um að stóriðjustefnan sé enn á fullri ferð. Og nú er runninn upp fjórði dagurinn þar sem þjóðinni birtast öfugmæli Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Nú gegna þeir lykilhlutverki Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og flokksbróðir hans í Samfylkingunni, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar og alþingismaður. Samkvæmt staðhæfingum forstjóra Alcans, Michel Jacques, hafði bæjarstjórinn frumkvæði að því að bjóða Alcan að stækka álverið í Straumsvík með því að byggja á landfyllingu utan við gamla verið! Þannig yrði komist fram hjá niðurstöðu í lýðræðislegri kosningu í Hafnarfirði sem Samfylkingin segir nú að hafi bara snúist um deiliskipulag en ekki stækkun álvers! Bókanir um þetta efni í bæjarráði Hafnarfjarðar eru þess virði að kynna sér. Þegar ég segi að stóriðjustefnan sé hér enn á fullri ferð kemur á mig hik. Getur verið að hún sé að færast í aukana? Ég held að flestum hafi ofboðið belgingurinn og hrokinn í fyrrnefndum forstjóra Alcans sem í heimsókn sinni hingað til lands telur sig þess greinilega umkominn að ganga yfir land og þjóð á skítugum skónum. Hann virðist skynja að í Samfylkingunni er engin fyrirstaða. Þess vegna spyr ég, hvað næst? Ég er farinn að kvíða fyrir hinum fimmta degi í fögru Íslandi Samfylkingarinnar Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var á það lögð áhersla að á komandi fimm árum yrði gert hlé á stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið til lykta leidd í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ekki þótti það sérlega trúverðugt fyrir fólk sem gaf sig út fyrir að bera umhverfisvernd fyrir brjósti að láta Fagra Ísland sitja á hakanum í stjórnarmyndunarviðræðum. En þar með var ekki öll sagan sögð því brátt rann upp þriðji dagurinn þar sem stefna Samfylkingarinnar gagnvart vorri fögru fósturjörð kom við sögu. Það var þegar gengið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík þar sem skuldbindingar orkusala náðu aldarfjórðung fram í tímann. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fá áformum um þessa stóriðjusamninga breytt og er það óhugnanleg vísbending um að stóriðjustefnan sé enn á fullri ferð. Og nú er runninn upp fjórði dagurinn þar sem þjóðinni birtast öfugmæli Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Nú gegna þeir lykilhlutverki Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og flokksbróðir hans í Samfylkingunni, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar og alþingismaður. Samkvæmt staðhæfingum forstjóra Alcans, Michel Jacques, hafði bæjarstjórinn frumkvæði að því að bjóða Alcan að stækka álverið í Straumsvík með því að byggja á landfyllingu utan við gamla verið! Þannig yrði komist fram hjá niðurstöðu í lýðræðislegri kosningu í Hafnarfirði sem Samfylkingin segir nú að hafi bara snúist um deiliskipulag en ekki stækkun álvers! Bókanir um þetta efni í bæjarráði Hafnarfjarðar eru þess virði að kynna sér. Þegar ég segi að stóriðjustefnan sé hér enn á fullri ferð kemur á mig hik. Getur verið að hún sé að færast í aukana? Ég held að flestum hafi ofboðið belgingurinn og hrokinn í fyrrnefndum forstjóra Alcans sem í heimsókn sinni hingað til lands telur sig þess greinilega umkominn að ganga yfir land og þjóð á skítugum skónum. Hann virðist skynja að í Samfylkingunni er engin fyrirstaða. Þess vegna spyr ég, hvað næst? Ég er farinn að kvíða fyrir hinum fimmta degi í fögru Íslandi Samfylkingarinnar Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun