Fagra Ísland - dagur fjögur Ögmundur Jónasson skrifar 26. júní 2007 08:30 Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var á það lögð áhersla að á komandi fimm árum yrði gert hlé á stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið til lykta leidd í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ekki þótti það sérlega trúverðugt fyrir fólk sem gaf sig út fyrir að bera umhverfisvernd fyrir brjósti að láta Fagra Ísland sitja á hakanum í stjórnarmyndunarviðræðum. En þar með var ekki öll sagan sögð því brátt rann upp þriðji dagurinn þar sem stefna Samfylkingarinnar gagnvart vorri fögru fósturjörð kom við sögu. Það var þegar gengið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík þar sem skuldbindingar orkusala náðu aldarfjórðung fram í tímann. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fá áformum um þessa stóriðjusamninga breytt og er það óhugnanleg vísbending um að stóriðjustefnan sé enn á fullri ferð. Og nú er runninn upp fjórði dagurinn þar sem þjóðinni birtast öfugmæli Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Nú gegna þeir lykilhlutverki Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og flokksbróðir hans í Samfylkingunni, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar og alþingismaður. Samkvæmt staðhæfingum forstjóra Alcans, Michel Jacques, hafði bæjarstjórinn frumkvæði að því að bjóða Alcan að stækka álverið í Straumsvík með því að byggja á landfyllingu utan við gamla verið! Þannig yrði komist fram hjá niðurstöðu í lýðræðislegri kosningu í Hafnarfirði sem Samfylkingin segir nú að hafi bara snúist um deiliskipulag en ekki stækkun álvers! Bókanir um þetta efni í bæjarráði Hafnarfjarðar eru þess virði að kynna sér. Þegar ég segi að stóriðjustefnan sé hér enn á fullri ferð kemur á mig hik. Getur verið að hún sé að færast í aukana? Ég held að flestum hafi ofboðið belgingurinn og hrokinn í fyrrnefndum forstjóra Alcans sem í heimsókn sinni hingað til lands telur sig þess greinilega umkominn að ganga yfir land og þjóð á skítugum skónum. Hann virðist skynja að í Samfylkingunni er engin fyrirstaða. Þess vegna spyr ég, hvað næst? Ég er farinn að kvíða fyrir hinum fimmta degi í fögru Íslandi Samfylkingarinnar Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var á það lögð áhersla að á komandi fimm árum yrði gert hlé á stóriðjuframkvæmdum á Íslandi. Á degi tvö í stjórnarsamstarfinu kom svo í ljós að álitamál varðandi Þjórsárver og Norðlingaölduveitu höfðu ekki verið til lykta leidd í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ekki þótti það sérlega trúverðugt fyrir fólk sem gaf sig út fyrir að bera umhverfisvernd fyrir brjósti að láta Fagra Ísland sitja á hakanum í stjórnarmyndunarviðræðum. En þar með var ekki öll sagan sögð því brátt rann upp þriðji dagurinn þar sem stefna Samfylkingarinnar gagnvart vorri fögru fósturjörð kom við sögu. Það var þegar gengið frá orkusölusamningi vegna nýs álvers í Helguvík þar sem skuldbindingar orkusala náðu aldarfjórðung fram í tímann. Ekki er vitað um neina tilburði af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fá áformum um þessa stóriðjusamninga breytt og er það óhugnanleg vísbending um að stóriðjustefnan sé enn á fullri ferð. Og nú er runninn upp fjórði dagurinn þar sem þjóðinni birtast öfugmæli Samfylkingarinnar um Fagra Ísland. Nú gegna þeir lykilhlutverki Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og flokksbróðir hans í Samfylkingunni, Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórnar og alþingismaður. Samkvæmt staðhæfingum forstjóra Alcans, Michel Jacques, hafði bæjarstjórinn frumkvæði að því að bjóða Alcan að stækka álverið í Straumsvík með því að byggja á landfyllingu utan við gamla verið! Þannig yrði komist fram hjá niðurstöðu í lýðræðislegri kosningu í Hafnarfirði sem Samfylkingin segir nú að hafi bara snúist um deiliskipulag en ekki stækkun álvers! Bókanir um þetta efni í bæjarráði Hafnarfjarðar eru þess virði að kynna sér. Þegar ég segi að stóriðjustefnan sé hér enn á fullri ferð kemur á mig hik. Getur verið að hún sé að færast í aukana? Ég held að flestum hafi ofboðið belgingurinn og hrokinn í fyrrnefndum forstjóra Alcans sem í heimsókn sinni hingað til lands telur sig þess greinilega umkominn að ganga yfir land og þjóð á skítugum skónum. Hann virðist skynja að í Samfylkingunni er engin fyrirstaða. Þess vegna spyr ég, hvað næst? Ég er farinn að kvíða fyrir hinum fimmta degi í fögru Íslandi Samfylkingarinnar Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun