Akstur er dauðans alvara 27. júní 2007 07:00 Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun