Hvað er til ráða? 2. júlí 2007 08:00 Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun