Ál – ekkert mál fyrir Jón og Pál Ómar Ragnarsson skrifar 6. júlí 2007 08:00 Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Daglega dynja í fréttatímum ljósvakamiðlanna jafnvel margar fréttir í röð um orku- og álmál, t.d. fjórar af fyrstu fréttunum í kvöldfréttatíma útvarps 4. júlí: Tugir rafvirkja réttindalausir á Reyðarfirði, - Alcan, Norsk Hydro og netþjónabú keppa um álverslóðir á Keilisnesi og við Þorlákshöfn, - nýjar sviptingar og átök um Hitaveitu Suðurnesja, - njósnir Alcan um Hafnfirðinga. Hafi fólk haldið að Samfylkingin með Fagra Ísland hægði eitthvað á stóriðjuhraðlestinni sýnir stanslaus fréttastraumur af þeim vettvangi annað. Þegar forysta flokksins kúventi í Kárahnjúkamálinu á sínum tíma var ætlunin greinilega sú að sýna fram á að flokkurinn væri „stjórntækur", þ.e. ætti auðvelt með að taka þátt í þeim málamiðlunum sem fylgir stjórnarþátttöku. Þetta yrði Samfylkingin að gera, annars kæmist hún ekki í stjórn. Tækifærið kom ekki 2003 en hins vegar kom það núna. Miðað við stöðu mála virðist Samfylkingarforystan hafa hugsað málið svona fyrir síðustu kosningar: Flöggum plagginu Fagra Íslandi og segjumst vilja stóriðjustopp í 4-5 ár á meðan náttúruverðmæti landsins eru könnuð. Þannig getum við haldið hjá okkur því umhverfisverndarfólki sem annars fer til grænu flokkanna. Eftir kosningar mun fólk sýna því skilning að við fáum ekki allt okkar fram í stjórnarsáttmálanum, svo sem dýrar og tímafrekar náttúrfarsrannsóknir. Þá gumum við af rammaáætluninni sem hvort eð er átti að vinna að og lofum að snerta ekki þau svæði sem hvort eð er þarf ekki að fara inn á á kjörtímabilinu. Síðan verður vonandi hægt að draga endanlegar ákvarðanir iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um álver og virkjanir í tvö ár og síðan skilgreinum við þessi tvö ár sem „stóriðjuhlé" þótt stanslaus fréttaflutningur af stóriðjukapphlaupinu dynji allan tímann. Á þessu tímabili sýnum við fram á hve stjórntæk við erum. Eftir tvö ár: „Den tid, den sorg." Ef Samfylkingarforystan hefur hugsað svona er skiljanlegt hvers vegna Ingibjörg Sólrún og Þórunn Sveinbjarnardóttir kúvenda úr því að segja að stjórnvöld eigi að stjórna ferðinni, yfir í það að stjórnvöld eigi ekkert að skipta sér af því sem sjálfstæð fyrirtæki og sveitarstjórnir séu að bralla. Svona rétt eins og Landsvirkjun komi eigendum sínum, þjóðinni, ekkert við. Fjölmiðlamenn leggja sig alla fram um að kafa ofan í valdabrölt og kapphlaup álrisa og sveitarstjórna en enginn hugar að þeim náttúruverðmætum sem fórna þarf fyrir alla þessa stóriðju, s. s. norðaustan Mývatns. Það virðist ekki valda yfirmönnum Norsk Hydro áhyggjum þótt þeir hafi engan orkukaupasamning í hendi - þeir þekkja þá forsögu virkjana á Íslandi að mat á umhverfisáhrifum sé bara formsatriði. Ef við gefum sveitarstjórnarmönnum samheitið Jón og Páll í staðinn fyrir Pétur og Pál, þá virðast þeir heldur ekki vera að pæla í því hvernig eigi að útvega orkuna og reisa virkjanamannvirki í ótal öðrum sveitarfélögum en þeirra eigin. Nei, ál er ekkert mál fyrir Jón og Pál, jafnvel þótt einföld samlagning sýni, að þegar þau álfyrirtæki, sem nú eru á fullri ferð hér á landi, hafa fengið alla þá orku sem þau þurfa til að reka álver af minnstu hagkvæmnisstærð, sem er 500 þúsund tonn á ári fyrir hvert álver - þá krefst sú stóriðja allrar virkjanlegrar vatns- og hveraorku landsins og Fagra Ísland farið fyrir lítið. Og þá er eftir að uppfylla drauma virkjanafíkla um orkusölutil Skotlands og til netþjónabúa og vetnisframleiðslu fyrir bíla og skip. Já, þjóðin er í „ég fer í fríið"-skapi, 83 prósent ánægð með nýju stjórnina í skoðanakönnun. Aðalatriðið er að virkja og selja orku sem hraðast og óðast þótt álverin öll gefi aðeins vinnu fyrir 2% vinnuafls þjóðarinnar og fórnað sé náttúruverðmætum sem í ímynd þjóðarinnar má meta til þúsunda milljarða. Fagra Ísland orðið að Magra Íslandi. Þórunn stóð með sóma í lappirnar við Kárahnjúka og á ævarandi þökk fyrir það. Vonandi fær hún ekki í hnén eins og Valgerður við að hitta álfurstana. Höfundur er formaður Íslandshreyfingarinnar.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun