Foreldrar geti fylgst með börnum sínum 18. júlí 2007 02:45 Með nýjum gervihnattasímum má fylgjast með staðsetningu vina og fjölskyldumeðlima. Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetningu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlitsforrit frá árinu 1996. „Upp á síðkastið hefur þessi GPS-tækni orðið vinsæl og nú eru komnir símar sem eru bæði farsímar og GPS-tæki,“ segir Jón Ingi. GPS-tæknin nýtir fjölda gervihnatta á sporbaug um jörðina til að finna staðsetningu þeirra hluta eða fólks sem fylgst er með. Trackwell hefur hannað hugbúnað sem býður fólki upp á að fylgjast með öðrum með aðstoð farsímans síns. Fyrirtækið hefur selt kerfið til símafyrirtækis í Ástralíu, en að sögn Jóns Inga hefur tæknin ekki náð fótfestu hingað til. Með tilkomu GPS-farsíma verði tæknilegi hlutinn auðveldari. „Þetta hefur verið rætt hjá aðstandendum Alzheimers-sjúklinga og fólks með Downs-heilkenni. En einhver þarf að borga þetta,“ segir Jón Ingi. „Við ræddum þetta og mér finnst voða spennandi að skoða þetta,“ segir María Th. Jónsdóttir, formaður Alzheimerfélagsins. „Ef fólk með Alzheimer getur vanist því að ganga með öryggistæki eru meiri líkur á að það geti haldið því áfram þegar það verður mjög gleymið,“ segir María. Með forritinu MyBuddy Tracker býður Trackwell upp á að unglingar geti fundið staðsetningu vina sinna og gert þeim þar með auðveldara að hittast og eiga samskipti. Forritið MyChild Tracker gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barnsins. „Þú getur sett inn að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann færðu send smáskilaboð. Og ef barnið fer úr hverfinu færðu skilaboð.“ Foreldrar þurfa jafnframt að samþykkja ef barn vill leyfa öðrum en þeim að fylgjast með sér. „En ef barn slekkur á kerfinu eru foreldrarnir látnir vita,“ segir Jón Ingi. Vísindi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Með nýjum GPS-farsímum geta foreldrar fylgst með staðsetningu barna sinna. Þetta segir Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Trackwell. Fyrirtækið hefur þróað eftirlitsforrit frá árinu 1996. „Upp á síðkastið hefur þessi GPS-tækni orðið vinsæl og nú eru komnir símar sem eru bæði farsímar og GPS-tæki,“ segir Jón Ingi. GPS-tæknin nýtir fjölda gervihnatta á sporbaug um jörðina til að finna staðsetningu þeirra hluta eða fólks sem fylgst er með. Trackwell hefur hannað hugbúnað sem býður fólki upp á að fylgjast með öðrum með aðstoð farsímans síns. Fyrirtækið hefur selt kerfið til símafyrirtækis í Ástralíu, en að sögn Jóns Inga hefur tæknin ekki náð fótfestu hingað til. Með tilkomu GPS-farsíma verði tæknilegi hlutinn auðveldari. „Þetta hefur verið rætt hjá aðstandendum Alzheimers-sjúklinga og fólks með Downs-heilkenni. En einhver þarf að borga þetta,“ segir Jón Ingi. „Við ræddum þetta og mér finnst voða spennandi að skoða þetta,“ segir María Th. Jónsdóttir, formaður Alzheimerfélagsins. „Ef fólk með Alzheimer getur vanist því að ganga með öryggistæki eru meiri líkur á að það geti haldið því áfram þegar það verður mjög gleymið,“ segir María. Með forritinu MyBuddy Tracker býður Trackwell upp á að unglingar geti fundið staðsetningu vina sinna og gert þeim þar með auðveldara að hittast og eiga samskipti. Forritið MyChild Tracker gerir foreldrum kleift að fylgjast með ferðum barnsins. „Þú getur sett inn að klukkan níu eigi barnið þitt að vera komið í skólann. Ef það vantar í skólann færðu send smáskilaboð. Og ef barnið fer úr hverfinu færðu skilaboð.“ Foreldrar þurfa jafnframt að samþykkja ef barn vill leyfa öðrum en þeim að fylgjast með sér. „En ef barn slekkur á kerfinu eru foreldrarnir látnir vita,“ segir Jón Ingi.
Vísindi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent