Hvar er útboðið á tollkvótanum? Leifur Þórsson skrifar 1. ágúst 2007 05:00 Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Neytendur eiga rétt á að fá svör við því hvers vegna ekki er búið að bjóða út og byrjað að flytja inn um 400 tonn af þeim 550 tonnum af kjöti sem voru boðin út í mars á 0 kr. Þessi núllkvóti er liður í samningi sem ríkisstjórn Íslands gerði við ESB og átti að leiða til lægra vöruverðs. Eða svo fullyrtu yfirvöld í byrjun árs. Þetta útboð er ein sorgarsaga sem ekki virðist ætla að taka enda. Einu svörin sem hægt er að fá frá ráðuneytinu er að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær kvótinn verður boðin út í þriðja sinn, þó svo að átta vikur séu síðan leyfisbréf voru ekki sótt. Það á að vera búið að flytja allt þetta kjöt inn fyrir 31. des 2007. og miðað við gang málsins sé ég það ekki gerast. Ráðuneytið gefur engar upplýsingar og virðist ætla að hanga á málinu fram á haust. Það sætir furðu nema tilgangurinn sé að koma í veg fyrir þennan innflutning. Við fyrsta útboð í mars var öllum tilboðum hafnað vegna þess að einhver bauð svo hátt að það var ódýrara að flytja inn á fullum tollum. Í næsta útboði 18. apríl var tilboðum tekið frá nokkrum fyrirtækjum og skar sig þar úr Sláturhúsið á Hellu sem fékk úthlutað 169 tonnum af alifugli, 50 af nautakjöti og 100 af svínakjöti. Samtals 319 tonnum. Fyrirkomulagið er þannig að menn hafa nokkrar vikur til að sækja svokallað leyfisbréf og greiða tollinn og þann frest nýttu þeir Hellumenn ásamt fleirum sem boðið höfðu í kvótann. Ég get ekki orða bundist vegna þeirra svara sem forsvarmenn sláturhúss Hellu gefa. Að halda því fram að þeir hafi misskilið útboðið bara passar ekki. Þeir eru greinilega að reyna að klóra yfir gjörning sem var hugsaður til að tefja málið. Það er a.m.k. erfitt að láta sér detta annað í hug og maður spyr sig hvort það voru þeir sem sprengdu fyrra útboðið. Framkvæmdastjórinn Þorgils Torfi Jónsson heldur því fram í Fréttablaðinu 27. júlí að þeir hafi boðið í undirflokka tolls af nautakjöti. Það er rétt en þeir fengu hins vegar bara úthlutað 50 tonnum af nautakjöti sem þeir buðu hátt verð í. Ég hef aldrei áður heyrt skýringu sem þessa; að hætta við að flytja inn lundir af því að menn fái ekki hakk. Þetta skilur auðvitað ekki nokkur maður og Þorgils Torfi, sem er búin að vinna við matvælaiðnað í áratugi, hlýtur að hafa ætlað að segja eitthvað annað en þetta. Þorgils Torfi gagnrýnir útboðskerfið og segir orðrétt að kvótaúthlutun fylgi engar skuldbindingar. Svo segir hann: „Það var útgjaldalaust fyrir mig að halda kvótanum og gera síðan ekkert í því. Það er auðvitað mjög vitlaust." Spurningin er hvers vegna hann beið til 4. júní með að segjast ekki ætla að taka kvótann ef honum fannst þetta svona vitlaust? Þá segir hann markaðsaðstæður hafi breyst og hann hafi hætt við kaupin þar sem kaupendur vantaði. Það var hins vegar vöntun á svína- og nautakjöti þá og er enn þannig að þessar skýringar halda ekki. Ég tel að réttast sé fyrir Þorgils Torfa segja sannleikann í þessu máli. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar