Kársnes skipulagt í sátt við íbúa 10. ágúst 2007 05:30 Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Boðað var til sérstaks aukafundar 8. ágúst í bæjarstjórn Kópavogs til þess eins að afgreiða tillögu um deiliskipulag með 105 íbúðum á einum skikanum þar. Til stóð að afgreiða tillöguna í bæjarráði í lok júlí, en fulltrúar Samfylkingarinnar þar lögðu til að henni yrði frestað til bæjarstjórnarfundar, enda er málið umdeilt í bænum og eðlilegt að það færi til umfjöllunar í fullskipaðri bæjarstjórn. Einhverra hluta vegna töldu fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks málið svo brýnt að það gæti ekki beðið reglulegs fundar síðari hluta ágústmánaðar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa lagt þunga áherslu á að skipulag á endurbótasvæðum og við þéttingu byggðar, sé unnið í góðri samvinnu við íbúa og hagsmunaðila. Það er vissulega hagur bæjarins að eiga gott samstarf við þá sem vilja taka þátt í því með bæjaryfirvöldum að byggja upp svæði sem hafa úrelst eða gengið úr sér sem og við þéttingu byggðar. Bæjaryfirvöld mega þó ekki afsala sér frumkvæði í slíkri skipulagsvinnu til hagsmunaaðila, þau verða að halda um stjórnvölinn með hag íbúa að leiðarljósi. Ég hygg að mikil samstaða ríki um það í bænum að taka til hendinni á Kársnesi og byggja þar upp að nýju. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram. Einstaka lóðareigendur hafa lagt fram ítrustu hugmyndir um nýtingu á reitum sínum en íbúar gera kröfu um að skipulagið sé í góðu samræmi við þá byggð sem fyrir er í vesturbænum. Verkefni bæjarstjórnar er að taka tillit til ólíkra sjónarmiða og finna leið sem sátt ríkir um. Slík vinna getur verið tímafrek en meiri líkur eru á að hún skili góðri niðurstöðu. Kröfur íbúa snúast einkum um að svæðið verði skipulagt sem heild, að sannfærandi lausn liggi fyrir í umferðarmálum fyrir allan vesturbæinn, að höfn fyrir stærri skip verði lögð af og að samráð og samvinna verði höfð við íbúa um skipulag svæðisins. Þetta eru fullkomlega réttmætar og hógværar kröfur og í rauninni áhyggjuefni að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem fara með meirihluta í bæjarstjórn, skuli ekki gefa sér meiri tíma til að finna farsæla lausn á málinu, en kjósa fremur að keyra það í gegn án þess að ná sátt við íbúa. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar