Samgöngur við Eyjar 14. ágúst 2007 05:15 Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í júní á síðasta ári skilaði starfshópur þáverandi samgönguráðherra skýrslu um samgöngur til Vestmannaeyja. Starfshópurinn gerði að tillögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakkafjöru. Starfshópnum var meðal annars falið að gera úttekt á möguleikanum á því að gera jarðgöng til Vestmannaeyja. Hópurinn komst að þessari niðurstöðu varðandi jarðgöng: Raunhæfar kostnaðartölur, sem fram hafa komið varðandi gerð vegtengingar milli lands og Vestmannaeyja, er á bilinu 40-70 milljarðar króna. Þótt farið væri í auknar rannsóknir, meðal annars kjarnaboranir, mundu þær rannsóknir ekki breyta nákvæmni kostnaðaráætlana þannig að kostnaðartölur færu undir 40 milljarða króna. Þá er eftir að reikna með rekstrarkostnaði ganganna en samkvæmt skýrslu Línuhönnunar og Mott MacDonald, sem skilað var haustið 2003, var rekstrarkostnaður jarðganga milli lands og Eyja áætlaður um 200 m. kr. ári. Með vísan til þessa telur starfshópurinn ekki réttlætanlegt að leggja til að farið verði í frekari rannsóknir við að skoða möguleikann á gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja."ÆgisdyrÍ starfshópi þessum sat Ingi Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður Ægisdyra, sem nú saka ríkisstjórnina um að hafa svikið Eyjamenn. Ingi Sigurðsson gerði engan fyrirvara við ofangreinda tilvitnun og raunar skýrsluna alla. Hann sat ekki hjá við afgreiðslu hennar, bókaði ekki mótmæli, skilaði ekki séráliti heldur skrifaði undir skýrsluna. Ingi taldi ekki réttlætanlegt að leggja til að farið yrði í frekari rannsóknir fyrir 14 mánuðum en telur nú að ríkisstjórnin hafi svikið Eyjamenn vegna þess að hún fór að ráðum hans. Allir sjá að þessi málflutningur stenst ekki skoðun. Hann er óvandaður og þarfnast skýringa. Ásakanir um svik eru gífuryrði sem standast ekki. Það voru allir sammála um fyrir síðustu kosningar að ljúka bæri rannsóknum á jarðlögum enda töldu menn að kostnaður við þær væri á bilinu 20 til 50 milljónir. Allir biðu eftir skýrslu verkfræðistofunnar VST með óháðu kostnaðarmati á rannsóknum annars vegar og gangagerð hins vegar til þess að unnt væri að meta næstu skref. Kostnaður við gangagerð er svo hár að fjáraustur í rannsóknir, sem gætu kostað hátt í þrjú hundruð milljónir, er ekki forsvaranlegur. Staðreyndir málsinsHlutverk VST var að fara yfir þau gögn sem fyrir liggja um málið og koma með hlutlaust kostnaðarmat. Það var það sem stofan gerði og nú liggur niðurstaðan fyrir. Kostnaður við jarðgöng er á bilinu 50 til 80 milljarðar og frekari rannsóknir gætu hugsanlega lækkað þennan kostnað um tíu prósent. Þess vegna var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórninni að tillögu Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra, að horfið yrði frá áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja. Þess vegna eru frekari rannsóknir á þessu stigi málsins óþarfar og vond meðferð á fjármunum almennings. Það kann vel að vera að ráðist verði í jarðagangagerð til Vestmannaeyja á næstu áratugum. En það er ljóst í dag að slík áform eru ekki inni í langtímaáætlunum ríkisstjórnar Íslands næstu 12 árin. Þangað til verða Eyjamenn að fá lausn sinna samgöngumála, það þolir enga bið eins og allir vita. Þess vegna er gott að samgönguráðherra náði að höggva á þann hnút sem kominn var í viðræður Vegagerðar og Eimskips varðandi fjölgun ferða næstu þrjú árin. Og þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Eyjamenn að sameinast um það að fá góða höfn í Bakkafjöru, öflugan og traustan Herjólf sem getur siglt á milli Eyja og Bakkafjöru 5-6 sinnum á dag fyrir lægra fargjald en nú er. Þessi stórkostlega samgöngubót getur orðið að veruleika að þremur árum liðnum en til þess að svo verði verða Eyjamenn að þekkja sína skjaldarliti og standa sameinaðir um þann kost sem er raunhæfur og til heilla.Höfn í Bakkafjöru mun hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu í Eyjum og þar með styðja við vöxt ferðaþjónustu í Rangárþingi og nágrenni og uppsveitum Árnessýslu. Nýbreytni í atvinnulífi mun aukast. Fasteignaverð í Eyjum mun hækka, möguleiki brottfluttra Eyjamanna til tvöfaldrar búsetu stóreykst og líkur eru til þess að mannfjöldaþróun færist nær því sem er á nágrannasvæðum og að hægja muni á margra ára fólksfækkun. Í skýrslu stýrihóps um Bakkafjöru sem byggð er á fjölmörgum rannsóknarskýrslum er meginniðurstaðan sú að gerð ferjuhafnar sé vel möguleg og færð eru fyrir því ítarleg rök.Ég hvet því fólk til þess að hlusta ekki á dómsdagspámenn á borð við Grétar Mar Jónsson sem segir slíka höfn hættulega en færir engin rök fyrir því önnur en að hann hafi verið á sjó. Slíkur málflutningur heldur ekki vatni.Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar