Orðræða um orkumál (2) Þorkell Helgason skrifar 26. október 2007 00:01 Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Þetta er annar pistillinn í röð þriggja um hugtök í orkumálum á líðandi stund. Tilgangur pistlanna er að auðvelda hnitmiðaða umræðu um þennan mikilvæga málaflokk. Markaðsvæðing – einkavæðingÞessum hugtökum er einatt ruglað saman. Það fyrirkomulag, að aðgreina starfsemi á orkusviði í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur og skapa þannig skilyrði fyrir samkeppni þar sem það getur hentað, hefur hér á landi verið kallað markaðsvæðing. Á útlensku er þetta gjarnan nefnt „afreglun“ (deregúlering) sem er að vissu leyti rangnefni þar sem einmitt þarf að setja laga- og regluverk til að koma fyrirkomulaginu á. Einkavæðing er það þegar orkufyrirtæki í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, er selt að hluta eða að öllu leyti til einkaaðila. Eins og fyrr segir hefur markaðsvæðing raforkugeirans rutt sér til rúms víða um lönd á seinustu árum en einkavæðing hefur verið í öðrum takti. Norðmenn voru í forystusveit um markaðsvæðinguna en lítið hefur verið um einkavæðingu í raforkugeiranum þar í landi. Þannig eru enn nær fjórir fimmtu af raforkuframleiðslu Norðmanna í opinberri eigu, enda þótt um samkeppnisrekstur sé að ræða. Í Bretlandi, sem reið líka á vaðið með markaðsvæðinguna, hefur allmikið verið einkavætt. Einkavæðing hefði þó efalaust orðið í Bretlandi á dögum frú Thatcher hvort sem greint hefði verið á milli sérleyfis- og samkeppnisrekstrar eða ekki. Það er reyndar allvíða sem orkufyrirtækin eru einkarekin án þess að markaðsvæðingu hafi verið komið á. Þá er allur raforkugeirinn rekinn sem ígildi sérleyfisstarfsemi og að jafnaði háður verðlagseftirliti. Munurinn á markaðsvæðingu og einkavæðingu skýrist kannski með því að huga að olíusölu hér á landi. Á tímabili á fyrri hluta síðustu aldar var ríkisrekstur á olíusölu en hann síðan einkavæddur. Á hinn bóginn má deila um hvort olíuverslunin var markaðsvædd fyrr en undir lok aldarinnar, þar sem því var stýrt að ofan hvaðan mátti kaupa olíuvörur og allt verðlag var háð stjórnvöldum. Samfélagslegur rekstur – einkareksturVíðast hvar í grannlöndum okkar í Evrópu hefur raforkugeirinn (auk hitaveitnanna hér) verið í samfélagslegri eigu, þ.e.a.s. í eigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Í Danmörku hefur verið litið á raforkufyrirtækin sem e.k. sameignarfélög neytenda. Í Bandaríkjunum hafa þessi fyrirtæki – eins og önnur í þeim heimshluta – að mestu verið í einkaeigu. Eins og fyrr segir hefur nokkur þróun verið í áttina til einkarekstrar, líka í Evrópu, enda þótt flest fyrirtækin og um leið þau stærstu séu enn í opinberri eigu. Á Norðurlöndum virðist samhljómur um að flutningsfyrirtækin, háspennukerfisreksturinn, eigi að vera í ríkiseigu, en að einkaeign og einkarekstur geti einkum haslað sér völl í samkeppnisþáttunum, framleiðslunni og sölunni. Í dreifiveituþættinum er allur gangur á því hvort einkaaðilar koma við sögu eða opinberir einvörðungu, en þó er opinberi geirinn, einkum sveitarfélög, enn stærsti eigandinn. Hér á landi hefur til skamms tíma nær öll starfsemi í raforkugeiranum og í hitaveiturekstri verið á opinberri hendi. Undantekningin byrjaði með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja sl. vetur eins og fjallað hefur verið um í fréttum. Í tengslum við áform stjórnvalda um fullan aðskilnað sérleyfis- og samkeppnisrekstrar hefur verið rætt um að setja í lög að sérleyfisreksturinn, Landsnetið, dreifiveiturnar og hitaveiturnar skuli vera a.m.k. í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga eða fyrirtækja þeirra. Ekki mun ætlunin að setja því neinar lagalegar skorður að samkeppnisreksturinn, raforkuver og raforkusala, geti verið í einkarekstri, enda er ekki svo í gildandi lögum.Höfundur er orkumálastjóri.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun