Einelti fullorðinna ekki bundið við vinnustaði 20. desember 2007 06:00 Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Segja má að einelti geti skotið upp kollinum í alls kyns aðstæðum þar sem sami hópur hittist reglulega hvort sem hann er skuldbundinn til þess eða kemur saman til að njóta góðra stunda. Einelti meðal fullorðinna er misgróft og lýtur í raun svipuðum lögmálum og einelti meðal barna og unglinga. Til að flokkast sem einelti þarf að vera um röð atvika að ræða í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrekaðar neikvæðar athafnir sem einn eða fleiri beina gegn öðrum einstaklingi. Neikvæðar athafnir eru sem dæmi aðfinnslur svo sem að gera grín að eða hæðast að viðkomandi. Slíkar aðfinnslur geta verið hvort heldur sem er þegar enginn heyrir til og einnig í viðurvist annarra. Aðrar neikvæðar athafnir eru baktal/rógburður, að sniðganga, einangra og hafna aðila. Einnig ítrekuð gagnrýni, athugasemdir, aðfinnslur og ásakanir. Einelti, eins og allt annað ofbeldi, finnst hjá einstaklingum án tillits til efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu ekki allt of öruggir með sjálfa sig. Hvort þeir sjálfir hafi verið lagðir í einelti í bernsku er ekki sjálfgefið. Eins er ekki algilt að gerandinn safni liði. Algengara er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra félaga sína um að gerast líka þátttakendur. Viðmót og framkoma gerenda er í mörgum alvarlegustu eineltismálunum sneydd allri samkennd í garð þolandans. Sé ekki um vinnustaðaeinelti að ræða er markmið gerandans ekki endilega að losna við viðkomandi úr hópnum. Hverfi þolandinn af vettvangi en gerandinn ekki er ekki óalgengt að nýr einstaklingur taki stöðu þolanda. Þolendur geta verið af báðum kynjum. Flestir eiga það sameiginlegt að upplifa skömm og finnast þeir jafnvel með einhverjum hætti hafa kallað þetta yfir sig. Talverðra fordóma gætir í þjóðfélaginu en þeir lýsa sér t.a.m. þannig að sumt fólk hefur tilhneigingu til að álykta að sökin liggi að mestu hjá þolandanum. Á meðan fordóma er að finna í samfélaginu er líklegt að einelti meðal fullorðinna haldi áfram að vera falið vandamál. Forvarnir gegn einelti geta verið margvíslegar. Ein hugmynd er sú að mynda samtök sem hafa það að markmiði sínu að sporna gegn og uppræta einelti meðal fullorðinna. Slík samtök gætu haft ýmis hlutverk s.s. að búa til fræðsluefni, standa að fyrirlestrum og halda fundi svo fátt eitt sé nefnt. Ef samtök sem þessi eiga að þrífast þurfa þau helst að samanstanda af einstaklingum með mismunandi bakgrunn og fjölbreytta reynslu. Um getur verið að ræða einstaklinga sem hafa brennandi áhuga á að uppræta þennan vanda, fólk sem hefur reynslu af því að vera lagt í einelti, aðstandendur þeirra og jafnvel fyrrum gerendur. Ef samtök sem hér er lýst eiga að geta sinnt svo víðtæku hlutverki er nauðsynlegt að þau starfi í náinni samvinnu við stjórnvöld. Höfundur er sálfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun