Búlgarar og Rúmenar gengu í Evrópusambandið á miðnætti nótt og var áfanganum fangnað kröftuglega í höfuðborgunum Búkarest og Sófíu. Þar með eiga 27 ríki aðild að sambandinu eða um hálfur milljarður manna.
Á sama tíma varð Slóvenía fyrst þeirra tíu ríkja sem gengu í sambandið 2004 til að taka upp Evruna. Á miðnætti tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu af Finnum næsta hálfa árið.