Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin.
Fram að þessum mörkum hafði fátt bent til þess að Liverpool væri að ná forystu enda Bolton mjög öruggt í sínum varnaraðgerðum.