George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gefa Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki fleiri nudd. Frægt er orðið þegar Bush tók sig til á leiðtogafundi í fyrra og labbaði upp að Merkel og fór að nudda á henni axlirnar.
Merkel brást ókvæða við í fyrstu en brosti síðan þegar Bush loksins hætti að nudda hana. Þau áttu saman fund í Washington í dag og sagði Bush við lok hans að hann væri hættur að nudda Merkel.
Samband Þýskalands og Bandaríkjanna versnaði aðeins í tíð Gerhards Schröders en eftir að Merkel tók við völdum batnaði ástandið verulega.