Drengjum bjargað úr klóm mannræningja 13. janúar 2007 19:15 Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var aðeins 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði í hjólreiðatúr og von var á honum heim í kvöldmat en ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði til við leitina. Það var svo á mánudaginn fyrir tæpri viku að hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Garu Toelke, lögreglustjóri, segir það hafa komið þægilega á óvart að drengirnir væru enn á lífi, sér í lagi Shawn Hornbeck sem hafði veriið týndur í fjögur og hálft ár. Fæsta sem hefði verið saknað svo lengi væri von til að finna á lífi. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið er í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum. Erlent Fréttir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira
Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var aðeins 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði í hjólreiðatúr og von var á honum heim í kvöldmat en ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði til við leitina. Það var svo á mánudaginn fyrir tæpri viku að hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Garu Toelke, lögreglustjóri, segir það hafa komið þægilega á óvart að drengirnir væru enn á lífi, sér í lagi Shawn Hornbeck sem hafði veriið týndur í fjögur og hálft ár. Fæsta sem hefði verið saknað svo lengi væri von til að finna á lífi. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið er í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum.
Erlent Fréttir Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Sjá meira