Federer segir Nadal að breyta um stíl 14. janúar 2007 17:04 Rafael Nadal og Roger Federer er ágætlega til vina, enda hafa þeir oft mæst á tennisvellinum í gegnum tíðina auk þess sem þeir eru báðir á stórum auglýsingasamning við Nike-íþróttavörufyrirtækið. MYND/AFP Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig. Erlendar Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
Svissneski tennisspilarinn Roger Federer telur að sinn helsti keppinautur, Spánverjinn Rafael Nadal, þurfi að breyta leikstíl sínum til að bæta sig sem tennisspilari í nánustu framtíð. Federer lætur ummælin falla aðeins degi áður en Opna ástralska meistaramótið í tennis hefst, þar sem flestir spá því að Nadal geti helst veitt þeim svissneska einhverja keppni. Nadal hefur átt við álagsmeiðsli að stríða í læri og var um stund tvísýnt hvort hann gæti tekið þátt í mótinu í Ástralíu. Hinn tvítugi Spánverji hefur hins vegar lýst því yfir að hann sé "100% klár í slaginn" og stefni ótrauður á sigur í mótinu. Federer sagðist aðspurður að meiðsli Nadal kæmu sér ekki á óvart þar sem líkamsbeiting hans sé heldur vafasöm. "Nadal er mjög kraftmikill og slær boltann af miklu afli. Hann er ótrúlega sterkur í líkamanum en hann er takmarkaður sem spilari," sagði Federer og skaut léttum skotum að keppinauti sínum. "Ég held að á næstu árum munum við sjá hann aðlaga og þróa stíl sinn þannig að hann leggi minni áherslu á kraftinn. Hann er ennþá ungur og hefur tíma til að vinna í sínum leik. Hann þarf að sækja meira að netinu, bæta bakhöndina og fleira í þeim dúr. Stóra spurningin er hins vegar hvort hann verði betri spilari í framhaldinu," sagði Federer einnig.
Erlendar Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira