Íraksstríði mótmælt í Bandaríkjunum 28. janúar 2007 12:45 Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Tugir þúsunda Bandaríkjamann mótmæltu stríðsrekstrinum í Írak í gær. Mótmælin voru haldin víða um Bandaríkin. Þau fóru að mestu friðsamlega fram en í Washington varð að stöðva mótmælendur þegar þeir reyndu að gera áhlaup á þinghúsið. Mótmælt var í Washington, Los Angeles, Oklahoma og Des Moines. Í höfuðborginni tóku þingmenn þátt í mótmælunum ásamt þekktum leikurum á borð við Tim Robbins og Sean Penn. Leikkonan Jane Fona hélt ræðu og sagði 34 ár frá því að hún hafi tekið síðast þátt í mótmælum vegna stríðsátaka en nú gæti hún ekki orða bundist. Hún sagði það grátlegt að enn þyrfti að standa í þessu, ljóst væri að ráðamenn hefðu ekkert lært af Víetnamstríðinu. Ekki var gengið að Hvíta húsinu í þetta sinn líkt og gert var fyrir rúmum 30 árum en þessi í stað framhjá þinghúsinu þar sem áætlun Bush Bandaríkjaforseta um að fjölga í herliðinu í Írak verður rædd á næstu dögum. Mótmælendur vildu sýna andstöðu sína í verki og hljóp kapp í stóran hóp sem reyndi að hlaupa yfir grasflötina við þinghúsið og að byggingunni. Lögregla stöðvaði för hópsins og til nokkurra átaka kom. Þeir sem skipulögðu mótmælin í Washington höfuð gert sér vonir um að 100 þúsund mótmælendur mættu á svæðið en eitthvað var hópurinn fámennari að sögn lögreglu. 20 almennir borgarar hafa týnt lífi í sprengjuárásum í Írak síðasta sólahring og um 60 særst. 5 skólastúlkur týndu lífi þegar skotið var úr sprengjuvörpu á grunnskóla í hverfi súnnía í vesturhluta Bagdad í morgun. 20 særðust þegar glerbrotum rigndi yfir þá sem voru inn í skólanum. Sjíum er kennt um. 14 andspyrnumenn féllu í loftárás Bandaríkjahers í Baquba í gær um leið og 3 hermenn féllu í sprenguárás norður af Bagdad. Ekkert lát er á blóðbaðinu og benda mótmælin til vaxandi andstöðu almennra Bandaríkjamanna við stríðsreksturinn í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira