AZ Alkmaar skaust upp í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær með öruggum 3-0 sigri á Sparta Rotterdam í gær. Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn fyrir AZ.
AZ er nú níu stigum á eftir PSV, sem sem situr í toppsætinu, en er tveimur stigum á undan Ajax sem þó á leik til góða gegn Gronigen í dag. AZ hafði mikla yfirburði í leiknum í gær en mörk liðsins skoruðu Shota Arveladze og Maarten Martens, auk þess sem eitt markanna var sjálfsmark.